Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Úr Bónusverslun í Reykjanesbæ þar sem mál eru í góðu lagi. Grænmeti úr Sölufélaginu er í kössum SFG, grænmeti frá Lambhaga er í réttum kössum (bláum) og innflutt grænmeti er í þeim kössum sem það var að líkindum flutt í.
Úr Bónusverslun í Reykjanesbæ þar sem mál eru í góðu lagi. Grænmeti úr Sölufélaginu er í kössum SFG, grænmeti frá Lambhaga er í réttum kössum (bláum) og innflutt grænmeti er í þeim kössum sem það var að líkindum flutt í.
Fréttir 20. mars 2014

Mikill misbrestur í merkingum og eftirliti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frá árinu 2011 hefur Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, gert sjálfstæðar úttektir á því hvort matvöruverslanir merki grænmeti í samræmi við reglugerð sem tók gildi 1. september 2009. Þar er kveðið á um að grænmeti og ávextir skuli vera merkt upprunalandi með afgerandi hætti. Úttektir Bjarna komu ekki til að góðu því eftirlitsaðilinn, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, virtist ekki sinna hlutverki sínu að hans mati og misbrestir voru á að verslanir fylgdu reglum.

Ítrekað þrýst á eftirlitsstofnanir
 
„Ég hef ítrekað þrýst á eftirlits­stofnanir að sinna skyldu sinni. Ég hef sent Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga afrit af þessum fjórum skýrslum sem ég hef tekið saman frá árinu 2011, þar sem mikill misbrestur í þessum málum hefur komið í ljós að okkar viti. 
 
En ábyrgðin liggur líka, bæði hjá framleiðenda vörunnar en ekki síður að smásöluverslanir merki uppruna ef á skortir. Það sama gildir ef um er að ræða blandaða vöru þ.e. ef við tökum t.d. tilbúna salat blöndu þar sem í eru 4-5 mismunandi gerðir af grænmeti þá er skylt að upprunamerkja vöruna. Undantekning er ef framleiðandi fersks grænmetis dreifir vörunni beint til neytenda,“ segir Bjarni.
 
„Ábyrgð smásöluverslunarinnar liggur meðal annars í því að ef um er að ræða ópakkað grænmeti þá skuli þeir sjá til þess að upplýsa um uppruna þess og það sé með sýnilegum hætti þar sem varan liggur frammi.“
 

Matvælastofnun hefur samræmingarhlutverk

Að sögn Jóns Gíslasonar, forstjóra Matvælastofnunar, er hlutverk stofnunarinnar ekki að stjórna eftirlitinu né beri hún á nokkurn hátt ábyrgð á því. Hennar hlutverk sé að fylgja því eftir að staðið sé að eftirliti með sambærilegum hætti um allt land – en heilbrigðiseftirlitssvæðin eru tíu og er hvert þeirra sjálfstætt eftirlitsstjórnvald undir stjórn heilbrigðisnefndar.
Stofnunin stuðli að þessu með því að funda með eftirlitsaðilum, veita þeim ráðgjöf, vinna að samræmi í skoðunum og þar með notkun samræmdrar skoðunarhandbókar, samræmdri áhættuflokkun fyrirtækja og frammistöðuflokkun, með sama hætti og gildir um fyrirtæki sem Matvælastofnun hefur eftirlit með.
Skipulagning samræmdra eftirlitsverkefna með heilbrigðiseftirlitinu er, að sögn Jóns, liður í að stuðla að meira samræmi og betri eftirlitsframkvæmd. „Meginlínur í verkaskiptingu milli aðila í almennu matvælaeftirliti eru að Matvælastofnun fer með eftirlit í frumframleiðslu og með framleiðslu dýraafurða og einnig innflutningi þeirra afurða, en annað eftirlit er hjá heilbrigðiseftirlitssvæðunum og þar með allt markaðseftirlit. Hvað varðar matjurtir tekur heilbrigðiseftirlitið við eftirliti þegar kemur að pökkun og dreifingu og þar með merkingu afurða til smásölu eða annarrar dreifingar og þar með framsetningu og merkingu gagnvart neytendum í verslunum.“
Jón segir að í gangi sé sameiginlegt eftirlitsverkefni sem hófst um miðjan september 2013 og lýkur í maí 2014. „Að venju þegar eftirlitsverkefni fara af stað með þátttöku heilbrigðiseftirlitsins og Matvælastofnunar þá er það stofnunin sem útbýr leiðbeiningar og eyðublöð eða gátlista til notkunar við eftirlit,“ útskýrir Jón. „Þetta er gert í samvinnu við heilbrigðiseftirlitssvæðin, sem er síðan ábyrgt fyrir framkvæmd verkefnanna í samræmi við gildandi lög. Þegar verkefninu lýkur safnar Matvælastofnun gögnum hjá eftirlitssvæðunum og vinnur síðan að úrvinnslu og birtingu niðurstaðna. Verkefnið sem hér á við snýst um að skoða upprunamerkingar þeirra fersku matjurta sem taldar eru upp í 7. viðauka reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla og það krefst umfangsmikilla skoðana um allt land, sem nú eiga að vera í gangi.“

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur: Fjölmargar athugasemdir verið gerðar

Hjá Jóni Ragnari Gunnarssyni, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, fengust þær upplýsingar að í reglubundnu matvælaeftirliti í matvöruverslunum í Reykjavík séu upprunamerkingar matjurta skoðaðar eins og aðrar merkingar matvæla. Ef tilefni eru til eru athugasemdir gerðar. Jón Ragnar segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi gert fjölmargar athugasemdir við framsetningu upprunamerkinga matjurta í verslunum í Reykjavík. Hann bendir einnig á að nú sé í gangi eftirlitsverkefni á vegum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar um upprunamerkingar innpakkaðra og óinnpakkaðra matjurta og verkefninu ljúki í maí næstkomandi.
Jón Ragnar segir að ítrekuð brot á matvælalöggjöfinni geti leitt til áminningar og sviptingu starfsleyfis. Hann segir að í Reykjavík hafi ekki verið gripið til slíkra úrræða. Málin hafi lagast en því miður hafi þau oft farið í sama farið aftur. Samkvæmt stjórnsýslulögum beri Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að gæta meðalhófs í sínum aðgerðum.

3 myndir:

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...