Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn.
Fréttir 3. júní 2016

Mikilvægt að koma upp öflugum fjallskilasjóði í Langanesbyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að koma á öflugum fjallskilasjóði til að hægt sé að viðhalda girðingum, réttum, aðhöldum og gangnamannakofum, segir í fundargerð landbúnaðarnefndar Langanesbyggðar.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að nefndin hafi þegar komið með tillögu um hvernig hægt væri að koma upp öflugum fjallskilasjóði, en það var gert á fundi nefndarinnar á liðnum vetri.
 
Nú þegar liggur fyrir kostnaðaráætlun á allar jarðir sveitarfélagsins og fylgdi hún með fundargerð frá því í mars síðastliðnum. Jafnframt hefur nefndin lagt til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir fé sem smalast úr nágrannasveitarfélögum og verði það gjald í samræmi við hverja kind í Langanesbyggð.
 
Ástandið versnar ár frá ári
 
„Afar mikilvægt er að koma þessu máli af stað því með hverju árinu sem líður versnar ástandið til muna. Kofar verða ónýtir, heiðargirðing á lokastigi, komið að viðhaldi á nokkrum aðhöldum og Ósrétt þarfnast verulegs viðhalds innan fjögurra ára. Ef sveitarstjórn hefur aðra tillögu um hvernig hægt er að útfæra fjallskilasjóð þá óskar landbúnaðarnefnd eftir upplýsingum um þá tillögu sem allra fyrst,“ segir í bókun nefndarinnar.
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...