Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina
Mynd / HKr.
Fréttir 1. mars 2019

Mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir / Hörður Kristjánsson
Niðurstaða er fengin í atkvæða­greiðslu mjólkurframleið­enda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Mikill meirihluti, eða 89,41%, vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurfr­amleiðslu. 
 
„Þessi skýra niðurstaða er gott og mikilvægt veganesti fyrir okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, þegar niðurstöður lágu fyrir. 
 
88,35% innleggjenda greiddu atkvæði
 
Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð yfir í eina viku, en lauk í dag kl. 12.00. Hún fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.
 
Á kjörskrá voru 558 inn­leggjendur og alls greiddu 493 atkvæði, eða 88,35%. Atkvæði féllu þannig:
  • 50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu
  • 2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.
Niðurstaðan er stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. Nú verða áherslur mótaðar í ljósi þessarar niðurstöðu og stefnumörkunar um aðra þætti samningsins sem koma þurfa til endurskoðunar.
 
Niðurstaðan kom formanni þægilega á óvart
 
Arnar Árnason.
„Það kom mér þægilega á óvart hversu góð þátttakan var, hún er okkur mjög mikilvæg, ekki síður en sá eindregni vilji sem fram kemur meðal bænda. Það er gott fyrir okkur sem stöndum í brúnni að sjá þessa miklu samstöðu í greininni og kemur sérlega vel að hafa þetta sterka bakland þegar samningaviðræður hefjast við ríkisvaldið,“ sagði Arnar Árnason. 
 
Stefnumarkandi niðurstaða
 
Niðurstaðan er stefnumarkandi við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...