Milli 50 og 60% lífríkis skóga í hættu
Samkvæmt nýrri úttekt WWF, Alþjóðasjóðs villtra dýra, um lífríki skóga í heiminum kemur fram að allt að 60% gróður og 50% dýralífs í þeim geti dáið út fyrir næstu aldamót.
Samkvæmt skýrslunni bendir flest til útdauða gríðarmargra lífvera í skógum Um allan heim hækki lofthiti jarðar um 1,5 gráður á Celsius. Svo gæti farið að meira en helmingur allar dýra- og plöntutegunda í skóginum heimsins deyi út ef ekkert verður að gert til að stemma stigu við hlýnuninni.
Notað var reiknilíkan til að spá fyrir hvaða áhrif það mundi á lífríki skóga ef lofthiti jarðar hækkaði um tvær gráður, sem eru efri mörk Parísarsamkomulagsins frá 2014, þrjár og hálf og fjórar og hálfa gráðu.
Sé útkoma líkansins rétt gætu 35% af plöntu- og dýrategunda í skógum heims dáið út náist að standi við efrimörk Parísarsamkomulagsins. Verði aftur á móti ekkert gert verður prósentutalan mun hærri.