Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Þétting skýja vegna reykmengunar getur valdið kjöraðstæðum skógarelda.
Fréttir 22. september 2021

Minnkun úrkomu á heimsvísu vegna reykmengunnar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Komið hefur í ljós að skógareldar eiga stóran þátt í minnkun úrkomu, samkvæmt rannsókn sem var nýlega birt í tímaritinu Geophysical Research Letters. Vegna breytinga á veðurskilyrðum víða um heim er þurrkur sífellt algengari og víða kjöraðstæður til útbreiðslu skógarelda. Alheimshækkun hitastigs auk meiri tíðni og styrks þurrka veldur því einnig að eldurinn berst að grænni svæðum sem hann hefði ekki getað komist að áður vegna raka og skugga.

Við reykmengun eldanna þyrlast upp agnir til viðbótar við almenna uppgufun og sú samsetning veldur því að þegar „regn“ský myndast í kjölfarið þá eru þau mun þéttari en eðlilegt er, auk þess sem örsmáir vatnsdropar myndast innan slíkra skýja. Droparnir eru smærri en ella, sjaldnast nægilega þungir til þess að falla til jarðar og mynda þannig hringrás sem sýnir fram á að reykur skógareldanna stöðvar ferli regnmyndunar sem gæti komið í veg fyrir eða slökkt elda á byrjunarstigi. Þannig eykur reykurinn þurrkana og viðheldur eigin tilveru.

Þó þetta liti ástandið um allan heim, er rétt að taka fram að í sumum tilfellum gerir reykur hið gagnstæða og magnar úrkomu. Á svæðum regngskóga Amazon standa málin þannig að þó reykmengun plagi skýin, sem titluð eru lágský, veldur hún óveðursstormi í skýjum sem staðsett eru hærra í andrúmsloftinu og þá frekari náttúruhræringum en ella.

Skylt efni: Skógareldar | Reykmengun

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...