Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Misskilningur um áhrif þriðja orkupakkans
Mynd / BBL
Fréttir 15. nóvember 2018

Misskilningur um áhrif þriðja orkupakkans

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins í dag, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum. Þá er sérstaklega kveðið á um að kerfisáætlun sambandsins sé óbindandi fyrir aðildarríkin. Af þessum ástæðum og fleirum er óhugsandi að slíkur strengur yrði lagður gegn vilja yfirvalda, enda hefur ekki verið bent á dæmi um að slíkt hafi gerst.

Því hefur verið velt upp að mögulega geri grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs, þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum.

Loks er rétt að árétta að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...