Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Alls fór 92,5% af því greiðslumarki sem keypt var á síðasta markaði til Norðurlands vestra.
Mynd / Eiliv Aceron
Fréttir 16. nóvember 2023

Mjólkurkvóti til Skagafjarðar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Við niðurstöðu síðasta markaðar með greiðslumark mjólkur var töluverður mjólkurkvóti keyptur til Skagafjarðar frá öðrum landshlutum. Af þeim 1.048.500 lítrum sem viðskiptin náðu til fóru 710.000 lítrar til búa sem staðsett eru í sveitarfélaginu Skagafirði, að því er fram kemur í tölum frá matvælaráðuneytinu.

Er það um 68% af því magni sem skipti um eigendur milli áranna 2023 og 2024. Þá fóru 260.000 lítrar til Húnaþings vestra, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar sem þýðir að 92,5% af greiðslumarkinu fór til Norðurlands vestra. Alls fóru 30.000 lítrar til Vesturlands og 48.500 lítrar til Suður- og Suðausturlands.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu talsins á síðasta markaði og seldu þeir 70,4% af sínu framboðna magni. Kaupendur þeirra 1.048.500 lítra voru 31 talsins. Jafnvægisverðið var 300 kr./ltr. og er andvirði viðskiptanna því 314.550.000 kr.

Að hámarki getur bú sóst eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði og voru 14 kaupendur að hámarkslítrafjölda, allir á Norðvesturlandi.

Alls var 43,5% sölunnar frá búum í Eyjafirði, eða tæpir 456.000 lítrar. Býli á Suður- og Suðausturlandi seldu rúma 330 þúsund lítra.

Þrjú býli eiga yfir milljón lítra

Í ársbyrjun 2024 munu 506 bú eiga greiðslumark, þar af 26 með yfir 600.000 lítra. Þrjú bú eiga yfir milljón lítra. Býlum með greiðslumark hefur fækkað ár frá ári, árið 2000 voru þau 1.023 en árið 2017 597 talsins.

Greiðslumarkið skiptist þannig milli landshluta í ársbyrjun 2024 að 38,4% verður á Suður- og Suðausturlandi, 28,8% á Norðaustur- og Austurlandi, 18,6% á Norðurlandi vestra og 14,2% á Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðvesturlandi.

Þegar skoðað er umfang greiðslumarks eftir sveitarfélögum sést að býli í Rangárþingi eystra halda um rúm tíu prósent af kvótanum. Eyjafjarðarsveit er með ríflega níu prósent en Skagafjörður tæp níu prósent.

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til mjólkurframleiðenda. Fyrir hvert ár er gefið út heildargreiðslumark, mjólkurkvóti, sem byggist á söluspám þess árs.

Árið 2024 verður heildargreiðslumarkið 151,5 milljón lítrar. Framleiðendur hafa yfir að ráða ákveðið magn greiðslumarks og geta selt mjólk á innanlandsmarkaði samkvæmt því. Bændur geta svo keypt og selt greiðslumark á miðlægum kvótamarkaði þrisvar sinnum á ári.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...