Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjólkursamsalan og Matfugl á undanþágu frá samkomubanni
Mynd / smh
Fréttir 1. apríl 2020

Mjólkursamsalan og Matfugl á undanþágu frá samkomubanni

Höfundur: Ritstjórn

Heilbrigðisráðuneytið birti í gær lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni, svo unnt sé að halda starfsemi þeirrra órofinni. Þessi fyrirtæki eru skilgreind sem þjóðhagslega mikilvæg og af fyrirtækjum sem vinna úr landbúnaðarafurðum eru Mjólkursamsalan og Matfugl í þessum hópi.

Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Breytingar kunna að verða á listanum sem verður þá uppfærður.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að breytingar kunni að verða á listanum og verður hann þá uppfærður.

Listinn eins og hann lítur út í dag er þannig:

Fyrirtæki sem starfa á grundvelli undanþágu:

  • Íslandspóstur

Samtök iðnaðarins*

  • Mjólkursamsalan á Selfossi
  • Matfugl í Mosfellsbæ
  • Alcoa á Reyðafirði
  • Norðurál á Grundaratanga
  • Terra í Hafnarfirði
  • Elkem á Grundartanga
  • Rio Tinto – Ísal í Straumsvík í Hafnarfirði 

(*Birt með fyrirvara Samtaka iðnaðarins um að ekki sé víst að listinn sé tæmandi)

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi*:

  • Brim hf., Reykjavík
  • Fiskkaup hf., Reykjavík
  • Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri
  • Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal
  • Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum
  • Nesfiskur ehf., Garði
  • Oddi hf., Patreksfirði
  • Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík
  • Skinney-Þinganes hf., Hornafirði
  • Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum
  • Þorbjörn hf., Grindavík

(*Birt með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem öfluðu upplýsinganna um að ekki sé víst að listinn sé tæmandi)

Í tilkynningunni kemur fram að Bændasamtök Íslandi hafi átti fund með ráðuneytinu vegna mögulegrar undanþágu fyrir aðildarfélög þeirra, en ekki liggi fyrir hvort einhverjir falli undir þá undanþágu og þurfi eða sjái sér fært að nýta hana.

Þá segir orðrétt um þetta úrræði. „Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum sem heilbrigðisráðherra setti með auglýsingu 243/2020 til að sporna við útbreiðslu Covid-19. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

Við mat á því hvort veita skuli undanþágu frá takmörkunum á samkomum er horft til þeirra viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða. Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum er starfsemi fyrirtækja sem telst kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, mætvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Veiting undanþágu þarf einnig að byggjast á því að því sem næst ómögulegt sé að aðlaga starfsemi að reglum auglýsingar nr. 243/2020.

Undanþága heilbrigðisráðherra sem hér um ræðir er sem fyrr segir veitt eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, og tekur til fyrirtækja í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi. Veitt er undanþága frá 3. og 4. gr. auglýsingar nr. 243/2020 að uppfylltum tilteknum ströngum skilyrðum. Nánar má lesa um ákvörðunina og sett skilyrði fyrir undanþágu í bréfi til hlutaðeigandi aðila og gátlista því fylgjandi um órofinn rekstur fyrirtækja.“

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.