Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar
Fréttir 22. nóvember 2016

MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í yfirlýsingu á heimasíðu MS vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála er lýst yfir ánægju með úrskurð nefndarinnar. MS viðurkennir að hafi láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins en neita að hafa lagt fram rangar upplýsingar.

Í yfirlýsingunni segir að MS lýsir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

„Þá er það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni.

Samkvæmt lögum er hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu.

Sú heimild til samstarfs sem aðilar í mjólkuriðnaði hafa á grundvelli búvörulaga, hefur skilað sér í verulegri hagræðingu og þar af leiðandi umtalsvert lægra vöruverði til neytenda. Þetta fyrirkomulag hefur skilað sér í töluvert lægra verði á mjólkurvörum til neytenda samkvæmt óháðum úttektum aðila á borð við hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Varðandi staðfestingu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að MS hafi láðst að leggja fram tiltekið gagn þá skal það tekið fram að MS hafði engan hag af því, heldur þvert á móti, enda studdi það málstað MS. Þá skal það áréttað að MS veitti ekki á nokkru stigi rangar upplýsingar heldur láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins.

Það eru hagsmunir kúabænda, eigenda MS, að sem flestir aðilar starfi að nýsköpun í greininni, að vöruframboð sé fjölbreytt og smærri fyrirtæki skili árangri í nýtingu mjólkurafurða.“
 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...