MS sektað um 480 milljónir
Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkeppniseftirlitið hefur sektað MS vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Sektin er að upphæð 480 milljónir.
Í ákvörðun samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja keppinautum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. Á sama tíma fékk MS sjálft og aðilar henni tengdir sama hráefni á lægra verði og undir kostnaðarverði.