Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Telja má að reynsla og góður árangur hérlendis sé ástæða þess að GEA leitaði til Líflands um að taka yfir sölu og þjónustu á þessum tækjabúnaði í Noregi.
Telja má að reynsla og góður árangur hérlendis sé ástæða þess að GEA leitaði til Líflands um að taka yfir sölu og þjónustu á þessum tækjabúnaði í Noregi.
Fréttir 11. nóvember 2021

Mun flytja inn og þjónusta GEA mjaltaþjóna í Noregi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkomulag hefur náðst milli GEA Farm Technologies («GEA») og Reime Landteknikk um að Lífland taki við innflutningi og þjónustu á vörum GEA í Noregi. Í því skyni hefur Lífland stofnað norskt dótturfélag, Lifland Agri.

Arnar Þórisson, framkvæmda­stjóri tæknideildar Líflands, hefur haft veg og vanda af öllum undirbúningi og mun leiða upp­byggingu á starfseminni í Noregi.  Hann hefur að undanförnu hitt viðskiptamenn, starfsmenn og væntanlega samstarfs­aðila til að leggja grunn að góðu samstarfi. 

GEA leitaði til Líflands vegna góðs árangurs á Íslandi

Arnar segir að lykillinn að góðum árangri hafi annars vegar legið í sterkri miðlægri þjónustu og hins vegar þéttu neti samstarfsaðila.

„Telja má að reynsla og góður árangur hérlendis sé ástæða þess að GEA leitaði til Líflands um að taka yfir sölu og þjónustu á þessum tækjabúnaði í Noregi. Lifland Agri mun formlega taka við sem sölu- og þjónustuaðili GEA Farm Tech­nologies í Noregi um næstu áramót.

Nú þegar er fjöldinn allur af GEA mjaltabúnaði og fóðurkerfum í notkun meðal norskra bænda, en jafnframt mikil sóknarfæri þar, sérstaklega í róbótavæðingu.“

Mikil reynsla af þjónustu við bændur

„Lífland var stofnað árið 1917 og því  enginn nýgræðingur í þjónustu við bændur.  Þó að framleiðsla og sala kjarnfóðurs sé stærsti þáttur starfseminnar, þá hefur félagið frá  upphafi flutt inn og selt tækjabúnað fyrir allar greinar landbúnaðarins og hefur sú starfsemi stöðugt verið að eflast. Undanfarin ár hefur Lífland boðið upp á búnað fyrir flestar greinar landbúnaðar og ekki síst fyrir kúabændur. Nýverið tókust samningar um innflutning og sölu af stálgrindarhúsum, því getum við mætt kröfum okkar viðskiptavina um heildarlausnir í gripahúsum,“ segir Arnar.

Þegar eru á þriðja tug GEA mjaltaþjóna í notkun á Íslandi

Lífland hefur um árabil verið umboðsaðili GEA á Íslandi og annast sölu og þjónustu á GEA mjalta­þjónum, fóðurkerfum, mjólkur­tönkum og flórgoðum. Þessar þýsku gæðavörur hafa fengið góðar viðtökur meðal bænda. 

Fyrsti GEA mjaltaþjónninn var tekinn í notkun í Fellshlíð í Eyjafirði í desember árið 2015. Upp frá því hefur stöðugt bæst við í hóp þeirra bænda sem velja þessa gerð mjaltaþjóna. Nú þegar eru á þriðja tug  mjaltaþjóna á Íslandi og nokkrir til viðbótar munu vera í farvatninu.

Íslenskir bændur hafa verið duglegir að tileinka sér mjalta­þjónatæknina. Leiddi það til þess að þeir náðu því að setja heimsmet í hlutfalli mjaltaþjóna á fjölda kúabúa fyrir mörgum árum. Ekkert lát virðist síðan hafa verið á þessari þróun og eru einar fjórar tegundir mjaltaþjóna í notkun. Það eru auk GEA, tegundirnar Lely, DeLaval og Merlin Fullwood. 

Samtengjanlegt kerfi 

GEA leggur mikið upp úr vöruþróun og að þjónustan sé góð. Þá er það ekki síst talið þessari tegund til tekna að hægt er að tengja allt að fjóra DairyRobot R9500 við eina aðfærslueiningu. Á sama hátt þarf aðeins eina sogdælu, loftpressu og tankmjólkur- og kálfamjólkurlögn. Með því að bæta við einum eða fleiri mjaltaþjónum eykst skilvirknin og orku- og vatnsnotkun minnkar á hvern DairyRobot R9500 mjalta­þjón. 

Skylt efni: mjaltaþjónar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...