Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Mynd / sá
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að breikka ættarlínur og koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Geitfjárræktarfélagið hefur flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum í hafrastöð sinni á Hvanneyri og fryst til varðveislu.

„Alls voru sjö hafrar teknir á stöð á síðasta ári og voru það hafrar frá Háafelli, Eskiholti, Hrísakoti og Háhóli. Sæði var nýtt frá fjórum bæjum og er mikilvægt að fleiri nýti sér hafrastöðina,“ segir Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, aðspurður um gang mála í stöðinni.

Góður banki myndast

Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldar sæðistaka til muna kynbætur á hinum smáa stofni. Stöðin var sett á laggirnar árið 2019 til að skjóta stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og langtíma varðveislu erfðaefnis íslenska geitastofnsins.

Í fyrra var tekið sæði í um 560 strá og segir Brynjar Þór augljóst að mikið magn sé til staðar fyrir áhugasama. „Allt sæði er djúpfryst og geymt og hefur myndast góður banki. Hefur á Háafelli verið reynt að sæða með yfir tíu ára gömlu sæði og var góður árangur af því,“ segir hann.

Geitfjárbændur hvattir til að sæða

„Ráðgert er að sama snið verði á stöðinni áfram og eru geitabændur hvattir til að athuga hvort sæðingar henti. Þá sérstaklega í ljósi þess að breikka út ættarlínur sínar og forðast skyldleikaræktun,“ segir Brynjar og bætir við að árangur hafi því miður verið misjafn en nokkrir þó náð góðum árangri.

„Hins vegar er reynslan aðeins frá fáum búum og því ekki hægt að segja með fullnægjandi hætti hversu góður árangur er,“ segir hann enn fremur og minnir á að sæði sé bændum að kostnaðarlausu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...