Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent
Norðlenska er fyrsti sláturleyfishafinn til að birta afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka verður 490 krónur á kílóið, sem er 10,6 prósenta hækkun frá verðskránni á síðasta ári. Sé hins vegar tekið mið af lokaverði síðasta árs sem reyndist vera 461 króna á kílóið, að álagsgreiðslum meðtöldum, telst hækkunin vera 6,4 prósent.
Verð fyrir kjöt af fullorðnu helst óbreytt á milli ára, eða 111 krónur á kílóið.
Gjald fyrir heimtöku verður 3.500 krónur fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir slátrun á hvern dilk og 4.200 krónur fyrir slátrun á fullorðnu fyrir félagsmenn í Búsæld, einnig fyrir utan virðisaukaskatt. Fyrir bændur utan félags kostar það 4.100 fyrir fyrir hvern dilk og 4.350 fyrir fullorðið – fyrir utan virðisaukaskatt.