Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent
Mynd / smh
Fréttir 3. september 2020

Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent

Höfundur: smh

Norðlenska er fyrsti sláturleyfishafinn til að birta afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka verður 490 krónur á kílóið, sem er 10,6 prósenta hækkun frá verðskránni á síðasta ári. Sé hins vegar tekið mið af lokaverði síðasta árs sem reyndist vera 461 króna á kílóið, að álagsgreiðslum meðtöldum, telst hækkunin vera 6,4 prósent.

Verð fyrir kjöt af fullorðnu helst óbreytt á milli ára, eða 111 krónur á kílóið.

Gjald fyrir heimtöku verður 3.500 krónur fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir slátrun á hvern dilk og 4.200 krónur fyrir slátrun á fullorðnu fyrir félagsmenn í Búsæld, einnig fyrir utan virðisaukaskatt. Fyrir bændur utan félags kostar það 4.100 fyrir fyrir hvern dilk og 4.350 fyrir fullorðið – fyrir utan virðisaukaskatt.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...