Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent
Mynd / smh
Fréttir 3. september 2020

Norðlenska hækkar afurðaverð fyrir dilkakjöt um 6,4 prósent

Höfundur: smh

Norðlenska er fyrsti sláturleyfishafinn til að birta afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020. Reiknað meðalverð fyrir dilka verður 490 krónur á kílóið, sem er 10,6 prósenta hækkun frá verðskránni á síðasta ári. Sé hins vegar tekið mið af lokaverði síðasta árs sem reyndist vera 461 króna á kílóið, að álagsgreiðslum meðtöldum, telst hækkunin vera 6,4 prósent.

Verð fyrir kjöt af fullorðnu helst óbreytt á milli ára, eða 111 krónur á kílóið.

Gjald fyrir heimtöku verður 3.500 krónur fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir slátrun á hvern dilk og 4.200 krónur fyrir slátrun á fullorðnu fyrir félagsmenn í Búsæld, einnig fyrir utan virðisaukaskatt. Fyrir bændur utan félags kostar það 4.100 fyrir fyrir hvern dilk og 4.350 fyrir fullorðið – fyrir utan virðisaukaskatt.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...