Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lesendur Bændablaðsins brugðust vel við auglýsingu Oline, en viðbrögðin voru mest á landsbyggðinni.
Lesendur Bændablaðsins brugðust vel við auglýsingu Oline, en viðbrögðin voru mest á landsbyggðinni.
Mynd / ÁL
Fréttir 1. september 2022

Norskur meistaranemi rannsakar íslenska þjóðtrú

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Oline Trondsdotter Jahren, meistaranemi í félagsmannfræði við Háskólann í Þrándheimi, auglýsti í síðasta tölublaði Bændablaðsins eftir því að komast í tengsl við fólk sem hefur reynslu af álfum og huldufólki og gæti vísað á þekkta álagabletti.

Oline Trondsdotter Jahren hefur rannsakað íslenska þjóðtrú í sumar.

Oline hefur alltaf haft mikinn áhuga á Íslandi og hefur oft gert sér ferð hingað. Þegar kom að því að gera lokaritgerð þá var Oline búin að ákveða að verkefnið ætti að vera gert á Íslandi. Afi hennar, Birgir Þórhallsson, var íslenskur þannig að hún er með fjölskyldutengsl við landið. Sjálf er Oline uppalin í Sande í vestanverðum Óslóarfirðinum.

Áhugavert viðfangsefni

Það voru nokkur rannsóknarverkefni sem komu til greina, til að mynda að kanna áhrif ferðaþjónustunnar á samfélagið. Vinur Oline kom hins vegar með þá uppástungu að rannsaka íslenska álfatrú.

„Fyrst hélt ég að þetta væri brandari hjá honum, en hann sagði að þetta væri raunverulega áhugavert viðfangsefni. Eftir að hafa leitað mér að upplýsingum á netinu þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég gæti unnið með og áhugavert í ljósi tengingar minnar við Ísland,“ en hún hefur verið við gagnaöflun á Íslandi frá því í vor.

Fékk jákvæð viðbrögð

Þegar kom að því að finna sér viðmælendur þá mæltu kunningjar hennar á Íslandi með því að hún setti auglýsingu í Bændablaðið. „Þar sem að blaðið kemur ekki út nema á tveggja vikna fresti þá fannst mér líklegt að fólk gæfi sér góðan tíma til að lesa auglýsingarnar. Einnig skilst mér að líklegra sé að finna fólk sem hefur reynslu af huldufólki úti á landsbyggðinni.“

Oline hefur þegar fengið nokkurt magn upplýsinga og hefur hún farið í hringferð um landið til að hitta viðmælendur. Eftir að hún setti auglýsinguna í blaðið hafði bóndi á Norðurlandi samband og bauðst til að hýsa hana í nokkra daga.

„Hann keyrði svo með mig um sveitina þar sem við skoðuðum staði tengda huldufólki. Svo hittum við fólk sem hann vissi að hefði sögu að segja,“ segir Oline.

Oline snýr til Noregs í lok september og ætlar hún að nýta veturinn til þess að vinna úr þeim gögnum sem hún hefur safnað á Íslandi í sumar.

„Mér hefur tekist að safna miklu efni í rannsóknina, en ég vil gjarnan fá að heyra í fleirum. Rannsóknarspurningin hjá mér er ekki alveg fullmótuð, þannig að ég er opin fyrir flestum nálgunum á þetta viðfangsefni.“

Hægt er að ná í hana í síma +47 414 65 564 eða í gegnum netfangið olinetj@stud.ntnu.no.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...