Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Nú þarf að láta verkin tala
Mynd / sá
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórnendur eru hinir sömu, þeir Arnar Árnason og Stefán Már Símonarson.

Halldóra Hauksdóttir, eigandi Græneggja, verður áfram formaður deildar eggjabænda innan BÍ.

Ekki voru samþykktar sérstakar ályktanir á deildarfundinum en Halldóra segir stöðu greinarinnar ágæta miðað við aðstæður.

„Eins og við höfum margoft bent á þá þurftu margir eggjabændur að fara í gífurlega kostnaðarsamar framkvæmdir vegna banns á búreldi.“ Eggjabændum hafi aðeins fækkað en greininni þó tekist að halda í við eftirspurnina.

„Þetta er auðvitað viðkvæm starfsemi og þess vegna skiptir miklu máli að fá að halda í hraustan og sjúkdómalausan stofn með okkar sóttvörnum og að heimila ekki innflutning á eggjum þar sem við vitum ekki hvernig aðbúnaður og hollustuhættir voru við framleiðslu,“ segir hún.

Tollvernd verði að leiðrétta

„Tollvernd er hluti af okkar starfsskilyrðum en hana þarf að leiðrétta því hún bítur alltaf minna og minna þar sem krónutalan hefur ekki hækkað í mörg ár,“ heldur Halldóra áfram.

„Sömuleiðis þarf að auka eftirlitið með innflutningi og á það alls ekkert bara við um eggin, heldur allar landbúnaðarafurðir. Það er til skammar hvað það flæðir mikið af innfluttri búvöru hingað til landsins sem við erum að framleiða og getum framleitt sjálf. Ekki virðist vera tekið nokkurt mið af því við hvaða framleiðsluskilyrði innflutt búvara er framleidd,“ bætir hún við.

Alþingi þurfi að horfa á heildarmyndina og laga stóru hlutina, þ.e. tollvernd, eftirlit með innflutningi og því regluverki sem um greinina gildir. Þá eigi greinin að geta rekið sig og boðið íslenskum neytendum upp á hreina og heilnæma afurð.

„Nú þarf að fara að láta verkin tala og það nægir ekki bara að segjast hafa skilning á stöðu greinarinnar,“ segir Halldóra. Sér finnist flestir alþingismenn vera jákvæðir í garð íslensks landbúnaðar, sérstaklega í aðdraganda Búnaðarþings, og þeir margir hverjir farnir að sjá mikilvægi matvælaöryggis.

MAST lítið inni í alifuglarækt

„Svo verður MAST að fara að gera raunhæfar kröfur í garð greinarinnar og óþolandi er hversu margir eftirlitsaðilar hjá MAST virðast vita lítið um alifuglarækt og lítið virðist vera tekið tillit til aðstöðu smáframleiðenda,“ segir hún.

Halldóra telur að neytendur séu besta eftirlitið. „Ég sjálf hef talað fyrir því að ríkið eigi að koma að kostnaði við merkingu og rekstur á íslensku búvörumerki.

Það er endalaust verið að setja aukna greiðslubyrði á bóndann einan, verslanirnar og afurðastöðvar virðast sýna íslenska búvörumerkinu „Íslenskt staðfest“ lítinn áhuga. Ég lít á þessa merkingu fyrst og fremst sem upplýsingar til neytandans.

Það væri gaman að sjá ef íslensk búvara yrði almennt merkt með hinu nýja glæsilega búvörumerki, „Íslenskt staðfest.“

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...