Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nú þarf að láta verkin tala
Mynd / sá
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórnendur eru hinir sömu, þeir Arnar Árnason og Stefán Már Símonarson.

Halldóra Hauksdóttir, eigandi Græneggja, verður áfram formaður deildar eggjabænda innan BÍ.

Ekki voru samþykktar sérstakar ályktanir á deildarfundinum en Halldóra segir stöðu greinarinnar ágæta miðað við aðstæður.

„Eins og við höfum margoft bent á þá þurftu margir eggjabændur að fara í gífurlega kostnaðarsamar framkvæmdir vegna banns á búreldi.“ Eggjabændum hafi aðeins fækkað en greininni þó tekist að halda í við eftirspurnina.

„Þetta er auðvitað viðkvæm starfsemi og þess vegna skiptir miklu máli að fá að halda í hraustan og sjúkdómalausan stofn með okkar sóttvörnum og að heimila ekki innflutning á eggjum þar sem við vitum ekki hvernig aðbúnaður og hollustuhættir voru við framleiðslu,“ segir hún.

Tollvernd verði að leiðrétta

„Tollvernd er hluti af okkar starfsskilyrðum en hana þarf að leiðrétta því hún bítur alltaf minna og minna þar sem krónutalan hefur ekki hækkað í mörg ár,“ heldur Halldóra áfram.

„Sömuleiðis þarf að auka eftirlitið með innflutningi og á það alls ekkert bara við um eggin, heldur allar landbúnaðarafurðir. Það er til skammar hvað það flæðir mikið af innfluttri búvöru hingað til landsins sem við erum að framleiða og getum framleitt sjálf. Ekki virðist vera tekið nokkurt mið af því við hvaða framleiðsluskilyrði innflutt búvara er framleidd,“ bætir hún við.

Alþingi þurfi að horfa á heildarmyndina og laga stóru hlutina, þ.e. tollvernd, eftirlit með innflutningi og því regluverki sem um greinina gildir. Þá eigi greinin að geta rekið sig og boðið íslenskum neytendum upp á hreina og heilnæma afurð.

„Nú þarf að fara að láta verkin tala og það nægir ekki bara að segjast hafa skilning á stöðu greinarinnar,“ segir Halldóra. Sér finnist flestir alþingismenn vera jákvæðir í garð íslensks landbúnaðar, sérstaklega í aðdraganda Búnaðarþings, og þeir margir hverjir farnir að sjá mikilvægi matvælaöryggis.

MAST lítið inni í alifuglarækt

„Svo verður MAST að fara að gera raunhæfar kröfur í garð greinarinnar og óþolandi er hversu margir eftirlitsaðilar hjá MAST virðast vita lítið um alifuglarækt og lítið virðist vera tekið tillit til aðstöðu smáframleiðenda,“ segir hún.

Halldóra telur að neytendur séu besta eftirlitið. „Ég sjálf hef talað fyrir því að ríkið eigi að koma að kostnaði við merkingu og rekstur á íslensku búvörumerki.

Það er endalaust verið að setja aukna greiðslubyrði á bóndann einan, verslanirnar og afurðastöðvar virðast sýna íslenska búvörumerkinu „Íslenskt staðfest“ lítinn áhuga. Ég lít á þessa merkingu fyrst og fremst sem upplýsingar til neytandans.

Það væri gaman að sjá ef íslensk búvara yrði almennt merkt með hinu nýja glæsilega búvörumerki, „Íslenskt staðfest.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...