Ný forysta Hampfélagsins
Ný stjórn Hampfélagsins var kjörin á aðalfundi þess 28. maí sl.
Í henni sitja Andri Karel Ásgeirsson, Anna Karlsdóttir, Gunnar Dan Wiium, Gunnar Guttormur Kjeld, Sigríður Árdal, Sigríður Hrönn Sigurðardóttir og Þórun Þórs Jónsdóttir.
Sigurður Jóhannsson, fráfarandi formaður, Oddný Anna Björnsdóttir og Logi Unnarsson Jónsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en í tilkynningu frá félaginu segir að mikilvægt sé að nýtt fólk með nýjar hugmyndir og eldmóð komist að og taki næstu skref í starfi Hampfélagsins.
Hampfélagið eru samtök stofnuð til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð að því er fram kemur á vefsíðu þess. Það var stofnað í september árið 2019.