Ný stjórn Bændasamtaka Íslands
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands hefur verið kjörin á Búnaðarþingi 2020. Kosið var um fimm stjórnarsæti og er um fullkomlega endurnýjun stjórnarmanna að ræða.
Nýja stjórn skipa þau Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjár- og nautgripabóndi í Butru í Fljótshlíð, Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eggjabóndi hjá Græneggjum í Eyjafirði og Hermann Ingi Gunnarsson, nautgripabóndi í Klauf. Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga er formaður nýrrar stjórnar.
Oddný fékk 47 atkvæði, Halldóra Kristín 43, Halla Eiríksdóttir 40 og Hermann Ingi 33. Gunnar Eiríksson, nautgripabóndi í Túnsbergi í Hrunamannahreppi fráfarandi stjórnarmaður, fékk 29 atkvæði.
Uppfært
Í varastjórn Bændasamtaka Íslands voru kjörin þau Guðumundur Svavarsson, Gunnar Eiríksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ingvar Björnsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir.