Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný tilgáta um myndun jarðvegs
Fréttir 29. desember 2015

Ný tilgáta um myndun jarðvegs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upprunalega myndun hans.

Stjörnufræðingar og jarðvísindamenn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum.

Fram til þessa hefur tilkoma jarðvegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr hafinu og skjóta rótum á landi.

Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltvísýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmsloftsins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur.

Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu.

Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölgaði og fjölbreytni lífvera margfaldaðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar.

Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjölbreytilegra og fallegra?

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f