Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný tilgáta um myndun jarðvegs
Fréttir 29. desember 2015

Ný tilgáta um myndun jarðvegs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upprunalega myndun hans.

Stjörnufræðingar og jarðvísindamenn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum.

Fram til þessa hefur tilkoma jarðvegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr hafinu og skjóta rótum á landi.

Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltvísýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmsloftsins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur.

Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu.

Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölgaði og fjölbreytni lífvera margfaldaðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar.

Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjölbreytilegra og fallegra?

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...