Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
Mynd / BBL
Fréttir 28. nóvember 2017

Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins

Guðrún Hulda Pálsdóttir er nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins. 
 
Hún er lesendum blaðsins að góðu kunn en áður sinnti hún meðal annars sumarafleysingum og skrifum um hross og hestamennsku. Guðrún Hulda er með BA-próf í bókmenntafræði og er að ljúka meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað við rannsóknir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ritstjóri Eiðfaxa og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Hulda hefur þegar hafið störf á blaðinu og hefur aðsetur í Bændahöllinni á skrifstofum Bændasamtakanna.
 
Tímarit Bændablaðsins á áætlun
 
Meðal fyrstu verka nýs auglýsingastjóra verður að taka þátt í útgáfu Tímarits Bændablaðsins sem kemur út 4. mars á næsta ári og verður prentað í 8 þúsund eintökum. Þar er tekið á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Ritinu verður dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. 
Sala á auglýsingum og kynningum er hafin og eru viðskiptavinir hvattir til að hafa samband. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og netfangið ghp@bondi.is.
Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...