Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
Mynd / BBL
Fréttir 28. nóvember 2017

Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins

Guðrún Hulda Pálsdóttir er nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins. 
 
Hún er lesendum blaðsins að góðu kunn en áður sinnti hún meðal annars sumarafleysingum og skrifum um hross og hestamennsku. Guðrún Hulda er með BA-próf í bókmenntafræði og er að ljúka meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað við rannsóknir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ritstjóri Eiðfaxa og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Hulda hefur þegar hafið störf á blaðinu og hefur aðsetur í Bændahöllinni á skrifstofum Bændasamtakanna.
 
Tímarit Bændablaðsins á áætlun
 
Meðal fyrstu verka nýs auglýsingastjóra verður að taka þátt í útgáfu Tímarits Bændablaðsins sem kemur út 4. mars á næsta ári og verður prentað í 8 þúsund eintökum. Þar er tekið á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Ritinu verður dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. 
Sala á auglýsingum og kynningum er hafin og eru viðskiptavinir hvattir til að hafa samband. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og netfangið ghp@bondi.is.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...