Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Sveinn Margeirsson mun stjórna reglulegum hlaðvarpsþáttum fyrir Bændablaðið um nýsköpun og þróun í landbúnaði.
Mynd / TB
Fréttir 13. desember 2019

Nýr hlaðvarpsþáttur: Víða ratað með Sveini Margeirssyni

Höfundur: Ritstjórn

Nýjasti þátturinn í hlaðvarpi Bændablaðsins er undir stjórn Sveins Margeirssonar matvælafræðings og doktors í iðnaðarverkfræði. Hann heitir „Víða ratað“ og mun fjalla um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum.

Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur. Hann stofnaði nýlega fyrirtækið Bálka miðlun ehf. en það sérhæfir sig í notkun á bálkakeðjutækninni (e. blockchain). Það er tækni sem kom fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tíu árum og er byltingarkennd aðferð til þess að skrá og halda utan um upplýsingar. Bálkakeðjutæknin er m.a. talin nýtast í matvælageiranum til þess að halda utan um rekjanleika og aðrar upplýsingar um vörur, s.s. kolefnisfótspor eða dýravelferð.

Hlynur er jafnframt formaður rafmyntaráðs, www.ibf.is, sem hefur það markmið að gera Ísland að leiðandi afli í nýsköpun á rafmyntum og bálkakeðjum.

Sveinn ræddi við Hlyn um það hvernig bálkakeðjutæknin mun hafa áhrif á matvælaframleiðslu og landbúnað í náinni framtíð.


Viðmælandi Sveins í fyrsta þætti Víða ratað er Hlynur Þór Björnsson verkfræðingur og sérfræðingur í bálkakeðjutækninni. 

Hlaðvarpsþættir Bændablaðsins eru aðgengilegir á SoundCloud og verða einnig fáanlegir í helstu streymisveitum á næstu dögum.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.