Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð
Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð
Fréttir 7. júní 2018

Nýr stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkursamsölunni og verður jafnframt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarformanns hjá fyrirtækinu.  Elín og eiginmaður hennar Ævar Hreinsson búa að Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit og hafa verið bændur þar síðan 2002. Þau eiga 4 börn. Elín hefur setið í stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar sl. 6 ár.

Í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni segir að breytingar hafi nýlega orðið fulltrúum Auðhumlu í stjórn Mjólkursamsölunnar í kjölfar aðalfundar Auðhumlu, sem er aðaleigandi MS og hefur stjórn MS skipt með sér verkum. Ágúst Guðjónsson og Þórunn Andrésdóttir eru nýir aðalmenn í stjórn, en Þórunn var áður varamaður. Þau komu í stað Jóhannesar Torfasonar og Jóhönnu Hreinsdóttur, sem tók sæti í varastjórn. Þá var Björgvin R. Gunnarsson kosinn varamaður í stjórn í stað Sæmundar Jóns Jónssonar.

Egill Sigurðsson, sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 2008, mun sitja áfram í stjórn fyrirtækisins, auk þess að sitja í stjórn nýs dótturfélags MS um erlenda starfsemi. Egill er jafnframt formaður stjórnar Auðhumlu. Auk Elínar, Ágústs, Egils og Þórunnar, situr Þórólfur Gíslason í stjórn MS sem fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga og er hann varaformaður. Varamenn í stjórn Mjólkursamsölunnar eftir breytinguna eru Ásvaldur Þormóðsson, Björgvin R. Gunnarsson, Jóhanna Hreinsdóttir, Laufey Bjarnadóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson.

Nýr stjórnarformaður MS Elín M. Stefánsdóttir segir að hún hafi mikla ástríðu fyrir því að landbúnaður á Íslandi dafni sem best og að rekstur Mjólkursamsölunnar og framleiðsla mjólkurvara sé grunnstoð kúabúskapar á Íslandi. "Ég vil sjá Mjólkursamsöluna dafna sem best í framtíðinni. Það eru framundan margar áskoranir fyrir mjólkuriðnaðinn í kringum endurskoðun á búvörusamningum, tollasamninginn við ESB, aukinn innflutning og fleiri þætti, sem geta haft veruleg áhrif á fyrirtækið sem er í eigu okkar kúabænda."

Egill Sigurðsson fráfarandi stjórnarformaður segir að mjólkuriðnaðurinn og Mjólkursamsalan sjálf hafi breyst mikið á undanförnum árum. "Ég er ánægður með þann árangur sem náðst hefur í hagræðingu þar sem framleiðslueiningum og starfsfólki fækkaði á sama tíma og mjólkurframleiðsla jókst um tugi milljóna lítra árlega og var þeim ávinningi skilað til bænda og neytenda. Þá breyttist fyrirtækið úr því að framleiða nánast eingöngu fyrir innanlandsmarkað yfir í að eiga samstarf við aðila í 17 löndum um bæði beinan vöruflutning en einnig þekkingar- eða viðskiptaútflutning sem verður spennandi að fylgja eftir áfram. Það er mikill metnaður til þess að efla þessi erlendu viðskipti enn frekar á næstu árum."

 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...