Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Viðmót hins nýja vefjar Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Mynd / skjáskot
Fréttir 17. apríl 2020

Nýr vefur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Höfundur: smh

Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) komu nýverið nýjum vef í gagnið (ssfm.is) þar sem ætlunin er að miðla stafrænum upplýsingum um samtökin.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra SSFM hefur verið unnið að gerð vefsins undanfarnar vikur í samstarfi við vefhönnuðinn Júlíus Guðna hjá Extis.

„Markmiðið með vefnum er að fanga það sem samtökin snúast um og hafa á einum stað efni sem gagnast smáframleiðendum.

Má þar nefna upplýsingar um samtökin sjálf, yfirlit yfir söluleiðir, afsláttarkjör, styrktar- og samstarfsaðila, verkefni, viðburði, fréttir og fréttabréf sem og ýmsan fróðleik og upplýsingar sem gagnast geta smáframleiðendum, eins og yfirlit yfir lög, reglugerðir og leiðbeiningar frá eftirlitsstofnunum. Að auki er þar form til að skrá sig í samtökin og upplýsingar um samtökin á ensku,“ segir Oddný Anna.

Fyrsti aðalfundurinn á þriðjudaginn

Fyrsti aðalfundur samtakanna verður haldinn þriðjudag, 21. apríl í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom, en nánari upplýsingar um hann má finna á eftirfarandi slóð nýja vefsins; https://ssfm.is/vidburdir.php.

Samtökin voru stofnuð 5. nóvember á síðasta ári. Tilgangur þeirra er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varðar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Ennfremur að koma sjónarmiðum og hagsmunamálum félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipuleggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...