Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 9. júní 2021

Nýtt átak um söfnun birkifræs í burðarliðnum

Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum en næsta haust verður efnt til nýs átaks.

Birki og birkisöfnun er til umræðu í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar þar sem Áskell Þórisson ræðir við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.

Markmiðið með birkisöfnunarátakinu er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Í þættinum kemur fram að stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda sé mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Nánari upplýsingar um birkisöfnunina er að finna á vefnum www.birkiskogur.is

Hlaðvarp Landgræðslunnar er að finna í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. 

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...