Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím
Fréttir 14. október 2020

Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar vonir eru bundnar við nýtt ensím sem eyðir plast sex sinnum hraðar en önnur ensím sem hafa verið notuð áður í sama tilgangi. Tæknin byggir á ensímum sem fundust í ruslahaugabakteríum sem brjóta niður plast.

Rannsóknir á notkun ensímanna gengur vel og talið er að hægt verði að fara beita tækninni til endurvinnslu á innan við tveimur árum.

Plast og bómull

Ensímið byggir á ensímum sem unnið er úr bakteríum sem fundust í Japan og hafa þann eiginleka að brjóta niður plast og gera það endurnýtanlegt. Rannsóknir benda einnig til að hægt sé að blanda ensíminu saman við ensím sem brjóta niður bómull og að þannig megi hraða niðurbroti á fatnaði sem búin er til úr blöndu af plast og bómull. Í dag er milljónir tonna af slíku efni hent og endar sem landfylling.

Gríðarlegur mengunarvaldur

Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust í bakteríum á ruslahaugum í Japan árið 2016. Saman hafa ensímin getu til að brjóta niður plast mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er gríðarlegur mengunarvaldur um allan heim, bæði á sjó og landi og fólk jafnvel farið að anda að sér örögnum af plasti.

Einn af kostunum við ensímið er sagt vera að það brýtur niður plast við lágt hitastig. Auk þess sem vísindamenn telja að með áframhaldandi þróun megi hraða niðurbrotinu en freka.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...