Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar.
Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar.
Mynd / TB
Fréttir 6. maí 2020

Nýtt hlaðvarp: Landvernd stendur vaktina

Höfundur: Ritstjórn

Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, er gestur Áskels Þórissonar í hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Landvernd eru stærstu náttúruverndarsamtök Íslands. Samtökin voru stofnuð árið 1969. Þau eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Innan Landverndar eru 40 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 6.000 félagar í Landvernd.

Landvernd lítur svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Samtökin hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Loftslagsmálin mikilvæg

Tryggvi getur þess í samtalinu að afskipti Landverndar af loftslagsmálum megi rekja allt til ársins 2005 en þá var stofnaður sérstakur lofslagshópur sem sendi frá sér tillögur sem snertu m.a. sjávarútveg, samgöngur, kolefnisbindingu og landbúnað svo eitthvað sé nefnt. Stjórnvöld þess tíma höfðu sent frá sér hugmyndir sem Tryggvi sagði að hefðu verið afar léttvægar – og ekki var hlustað á Landvernd. Það var ekki fyrr en 2018 að fram komu tillögur frá ríkisstjórninni sem Tryggvi sagði að hefðu ekki heldur verið fullnægjandi en von er á skarpari tillögum frá stjórnvöldum. „Við hefðum betur farið af stað með ráð Landverndar í farteskinu árið 2005. Tíminn skiptir svo miklu máli. Við höfum enn tíma en hann er ekki mikill.“

Tryggvi segir að margar helstu lagabætur í umhverfismálum á Íslandi megi rekja til þátttöku Íslands í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi, en oft sé framkvæmt – eða rætt um að framkvæma - ýmislegt sem sé í andstöðu samþykktir landsins á erlendum vettvangi. Meðal annars af þessum ástæðum þurfi Landvernd að standa vaktina.

Hlaðvarpsþáttur Landgræðslunnar er í spilaranum hér undir en einnig er hægt að nálgast hann á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.