Nýtt og glæsilegt fjós á Stærri-Bæ í Grímsnesi
Opið fjós var í nýju og glæsilegu fjósi á Stærri-Bæ í Grímsnesi laugardaginn 16. október þar sem bændurnir Anna Margrét Sigurðardóttir og Ágúst Gunnarsson tóku á móti fjölmörgum gestum og sýndu þeim fjósið, auk þess að bjóða upp á veitingar.
Fjósið er hátæknifjós sem byggt er á notkun mjaltaþjóns og annars tæknibúnaðar frá Lely.
Pláss er fyrir 60 kýr í fjósinu. Mjaltaþjónn er í fjósinu, kjarnfóðurbás og skítaróbót, sem þrífur flórinn svo eitthvað sé nefnt. Jörðin á Stærri-Bæ er um 700 hektarar en auk kúabúskaparins er stunduð þar myndarleg skógrækt.
Anna Margrét Sigurðardóttir og Ágúst Gunnarsson eru mjög stolt og ánægð með nýja fjósið sitt.