Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Oddný Steina bíður hér eftir úrslitum atkvæðagreiðslunnar og henni á vinstri hönd er Atli Már Traustason sem hverfur úr stjórn LS.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2017

Oddný Steina nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Höfundur: smh
Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, er nýr formaður Landssamtaka sauðfjárbænda (LS). 
 
Oddný lýsti ein yfir framboði til formennsku eftir að Þórarinn Ingi Pétursson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér áfram í formannsembættið. Þórarinn Ingi var kjörinn formaður árið 2012 og tók þá við af Sindra Sigurgeirssyni. Þórarinn gaf áfram kost á sér sem formaður Markaðsráðs kindakjöts en ný stjórn tekur afstöðu til þess.
 
Allir félagsmenn voru í kjöri til formanns, en Oddný hlaut 44 af 46 greiddum atkvæðum.
Oddný Steina kom ný inn í stjórn LS árið 2012, en var áður í varastjórn. Hún varð varaformaður strax það ár og hefur verið síðan. Hún er fyrsta konan til að gegna formennsku í LS. Varaformaður verður valinn af stjórn LS og sömuleiðis ritari.
 
Tveir nýir í stjórn
 
Ný stjórn var einnig kosin á aðalfundinum. Þar koma nýir inn þeir Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, og Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku, er endurkjörin en hún var ritari í gömlu stjórninni. Böðvar Baldursson, Ysta-Hvammi, var áfram valinn til stjórnarsetu, en hann sat sem meðstjórnandi í síðustu stjórn. Út úr stjórn fór Atli Már Traustason, Syðri-Hofdölum, og Þórarinn Ingi Pétursson fyrrum formaður.
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...