Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Mynd / smh
Fréttir 7. júlí 2017

Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú og heldur svipaðri framleiðslu áfram

Höfundur: smh
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.
 
Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. 
 
„Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkurmarkaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. 
 
„Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tækifæri fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ.
 
Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér.  
 
Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...