Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Fréttir 26. september 2017

Ólögleg verslun með sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um ólöglega verslun með dýr, egg eða hluta af dýrum er reglulega í umræðunni og ekki veitir af. Minna fer fyrir umræðunni um ólöglega verslun með plöntur.

Fyrr í sumar var maður stoppaður á Seyðisfirði þar sem hann var á leiðinni úr landi með talsvert af eggjum sem búið var að blása úr og átti að selja til safnara erlendis. Á hverju ári er sagt frá barbarískri slátrun nashyrninga og fíla vegna nashyrningshorna og fílabeins í þeim tilgangi að herða slátur getulausra karlmanna og til að búa til skrautmuni.

Smygl á skinnum tígrisdýra og skjaldbökum er fréttnæmt en minna fer um fréttir af ólögri verslun með sjaldgæfar og villtar plöntur í útrýmingarhættu.

Safnarar eru ekki síður reiðubúnir til að borga stórfé fyrir sjaldgæfar plöntur en aðra náttúrumuni. Sjaldgæfum plöntum er safnað á friðlöndum og þær sendar kaupendum í misgóðu ástandi. Stundum eru þær rifnar upp með rót og þannig unnar varanlegar skemmdir á plöntunni og hún fjarlægð úr sínum náttúrulegu heimkynnum.

Margar af þessum plöntum, eins og brönugrös, kaktusar og kögurpálmar, þurfa sérhæft búsvæði til að lifa og dafna og eiga því ekki möguleika á að lifa af annars staðar nema þar sem kjörlendi þeirra er endurskapað af kunnáttufólki. Slíkar aðstæður er hægt að skapa í opinberum grasagörðum með sérhæft starfsfólk sem vinnur að því að varðveita sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu en ekki plöntusöfnum einstaklinga sem vilja skreyta sig með sjaldgæfum náttúrugripum.

Eitt af þeim vandamálum sem er við að eiga í sambandi við ólöglega verslun með plöntur er að plöntuþekking er oft af skornum skammti. Lítið mál er að falsa tollskjöl og heilbrigðisvottorð fyrir plöntur þar sem tollverðir og aðrir sem með flutning þeirra hafa að gera þekkja oft ekki ólöglegar plöntur frá löglegum.
 

Skylt efni: plöntur | ólögleg verslun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...