Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Fréttir 26. september 2017

Ólögleg verslun með sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um ólöglega verslun með dýr, egg eða hluta af dýrum er reglulega í umræðunni og ekki veitir af. Minna fer fyrir umræðunni um ólöglega verslun með plöntur.

Fyrr í sumar var maður stoppaður á Seyðisfirði þar sem hann var á leiðinni úr landi með talsvert af eggjum sem búið var að blása úr og átti að selja til safnara erlendis. Á hverju ári er sagt frá barbarískri slátrun nashyrninga og fíla vegna nashyrningshorna og fílabeins í þeim tilgangi að herða slátur getulausra karlmanna og til að búa til skrautmuni.

Smygl á skinnum tígrisdýra og skjaldbökum er fréttnæmt en minna fer um fréttir af ólögri verslun með sjaldgæfar og villtar plöntur í útrýmingarhættu.

Safnarar eru ekki síður reiðubúnir til að borga stórfé fyrir sjaldgæfar plöntur en aðra náttúrumuni. Sjaldgæfum plöntum er safnað á friðlöndum og þær sendar kaupendum í misgóðu ástandi. Stundum eru þær rifnar upp með rót og þannig unnar varanlegar skemmdir á plöntunni og hún fjarlægð úr sínum náttúrulegu heimkynnum.

Margar af þessum plöntum, eins og brönugrös, kaktusar og kögurpálmar, þurfa sérhæft búsvæði til að lifa og dafna og eiga því ekki möguleika á að lifa af annars staðar nema þar sem kjörlendi þeirra er endurskapað af kunnáttufólki. Slíkar aðstæður er hægt að skapa í opinberum grasagörðum með sérhæft starfsfólk sem vinnur að því að varðveita sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu en ekki plöntusöfnum einstaklinga sem vilja skreyta sig með sjaldgæfum náttúrugripum.

Eitt af þeim vandamálum sem er við að eiga í sambandi við ólöglega verslun með plöntur er að plöntuþekking er oft af skornum skammti. Lítið mál er að falsa tollskjöl og heilbrigðisvottorð fyrir plöntur þar sem tollverðir og aðrir sem með flutning þeirra hafa að gera þekkja oft ekki ólöglegar plöntur frá löglegum.
 

Skylt efni: plöntur | ólögleg verslun

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...