Ólögleg viðskipti með plöntur í skjóli aðgerða gegn COVID-19
Yfirvöld á Filippseyjum segja að vegna COVID 19 hafi áhugi á ræktun sjaldgæfra planta aukist og að verslun með þær sé nú sem aldrei fyrr.
Auknar sóttvarnir hafa aukið þörf til að fólk hafi í kringum sig gróður. Ekki nægir öllum að hafa í kringum sig hefðbundnar pottaplöntur sem hægt er að fá í blómabúðum eða hjá vinum og kunningjum eða fúla á móti í næstu íbúð.
Ólögleg verslum með sjaldgæfar og jafnvel plöntur í útrýningarhættu hefur því aukist mikið og á það sérstaklega við um kjötætuplöntur. Þetta á ekki síst við plöntur frá Filippseyjum sem margar hverjar finnast hvergi villtar annarsstaðar í heiminum. Vegna aukinnar eftirspurnar hefur verð á sjaldgæfum plöntum þaðan hækkað og óprúttnir plöntusalar ekki hikað við að safna þeim í náttúrunni og selja úr landi fyrir rétt verð.
Yfirvöld hafa heitið því að koma höndum yfir verslunin með því að auka eftirlit á svæðum þar sem sjaldgæfar plöntur vaxa, hækka sektir fyrir brot á náttúruverndarlögum og herða refsiramman í allt að tólf ára fangelsi fyrir að versla með plöntur sem eru í útrýmingarhættu.