Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Gámurinn á bílastæðinu í Flóanum.
Gámurinn á bílastæðinu í Flóanum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við innkeyrsluna inn á starfssvæði kjötmjölsverksmiðju Orkugerðarinnar í Flóanum.

Hrafn gæddi sér á dýraleifunum en samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er slíkur frágangur óheimill. Auk þess sem sérstakt leyfi þarf til að reka slíka söfnun dýraleifa til förgunar og í þessu tilviki var ekkert slíkt til staðar fyrir þennan tiltekna gám.

Matvælastofnun hefur eftirlitshlutverk

Ulrike Taylor, sérgreinadýralæknir aukaafurða dýra hjá Matvælastofnun, segir að starfsmaður stofnunarinnar hafi farið á vettvang eftir að ábending barst en þá hafi verið búið að loka gámnum. Hún segir að svo virðist sem gámurinn hafi verið notaður til að safna hræjum. Samkvæmt reglugerðum beri rekstraraðilum að upplýsa lögbært yfirvald hyggist þeir meðhöndla aukaafurðir dýra á einhvern hátt, þar með talið til geymslu og förgunar eins og útlit sé fyrir með þennan tiltekna gám.

Jafnframt ber hann að kynna sér hvaða kröfur eru gerðar samkvæmt lögum um slíka starfsemi og bregðast við í samræmi við þær. Þegar rekstraraðili hefur upplýst þar til bært yfirvald um áætlanir sínar með því að leita eftir skráningu eða leyfi, allt eftir eðli starfseminnar, sé það á ábyrgð Matvælastofnunar að hafa eftirlit með því að starfsemin fari fram samkvæmt gildandi lögum.

Engin umsókn um leyfi

Ulrike segir enga umsókn um leyfi fyrir þennan geymslugám hafa borist Matvælastofnun, því blasi við að slíkir starfshættir séu ólöglegir; bæði það að hafa gáminn opinn eins og meðfylgjandi mynd ber með sér og eins þarf sérstakt leyfi fyrir að nota slíkan gám til að safna dýraleifum sem í þessu tilviki var ekki til staðar.

Þess vegna verði næstu skref þeirra að finna út úr því hver sé rekstraraðili og hafa í kjölfarið samband við viðkomandi.

Síðan verði tekin ákvörðun um framhald málsins. Gámurinn mun ekki tilheyra Orkugerðinni enda er þar ekki tekið við heilum skrokkum af jórturdýrum til förgunar og kjötmjölsgerðar

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...