Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2022

Opnar huga íslenskra neytenda með ræktun á seljurót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á bás Samtaka smáframleiðenda og Beint frá býli á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll stóð nýútskrifaði garðyrkjufræðingurinn Sigrún Oddgeirsdóttir og seldi fyrstu uppskeru sína af seljurót á litlar 500 krónur fyrir kílóið.

Sigrún er að byggja upp lífræna útiræktun á grænmeti í Holta- og Landsveit. Hún telur framleiðslu sína frumraun útiræktunar á seljurót á Íslandi.

„Þetta er fyrsta sumarið sem ég er með seljurótina. Ég þurfti að leigja gróðurhús til að forrækta, var með tvær sáningar í mars og apríl. Svo plantaði ég þeim út í byrjun júní sem var heldur seint. Þá urðu plönturnar fyrir smá skakkaföllum, þannig að stærstu rófurnar sem ég tók upp í haust voru 8 cm í þvermál. Ég tel að mér muni takast að rækta stærri rætur ef ekkert kemur fyrir þær á næsta ári.“

Seljurót er nokkuð pipraður rótarávöxtur, sem lyktar og bragðast smá eins og steinselja. Hún eldar hana gjarnan eins og annað rótargrænmeti en einnig þykir hún góð í súpur og kartöflumús. „Mér finnst hún góð og veitingamenn eru mjög hrifnir af henni. Íslendingar eru svolítið feimnir við að prufa eitthvað nýtt. Það á sér menningarlegar rætur sem nær langt aftur og getur gert það að verkum að fólk sé lokað fyrir því hvað er virkilega hægt að rækta hér á landi. Mig langar að ýta á þessi mörk og fá íslenska neytendur til að opna hugann fyrir því hvað er hægt að framleiða hér.“

Sigrún notast við sérstakt yrki, keypt frá Póllandi, sem tekur um 90 daga að vaxa en hefðbundin yrki taka að jafnaði 150 daga til að ná fullum þroska, sem er of langur tími fyrir íslenskar aðstæður.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...