Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur var ýtt úr vör hjá RML í vikunni.
Mynd / Anna Guðrún Grétarsdóttir
Fréttir 9. mars 2023

Örmerkingarmönnum hrossa býðst samstarf við Matís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýtt verklag varðandi DNA-sýnatökur hrossa var ýtt úr vör hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sl. mánudag, 6. mars.

Nú býður Matís öllum aðilum sem hafa réttindi til örmerkinga hrossa á Íslandi að stofna til viðskipta og að skila DNA-sýnum inn til greiningar og úrvinnslu. Niðurstöður sýna eru vistaðar í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng.

„Fram til þessa hefur sýnataka úr hrossum, til úrvinnslu Matís, einvörðungu verið á hendi dýralækna, starfsfólks RML og Búnaðarsambanda en með stærri hópi sýnatökufólks standa vonir til að fjölga megi sýnatökum til muna; fjölga DNA-greindum hrossum. Ath. að hér ræðir um stroksýni úr nösum hrossa (eða hársýni) en blóðsýnatökur eru eingöngu á hendi dýralækna.

Starfandi og virkir örmerkingamenn ættu flestir að hafa allt sem til þarf, þekkingu á skráningarferli í WFeng, aðgengi að örmerkjaskanna og möguleikann á að örmerkja hross samhliða sýnatöku en það er ófrávíkjanleg krafa að sýni eru eingöngu tekin úr þegar örmerktum gripum,“ segir í tilkynningu frá RML.

Áhugasamir örmerkingamenn eru hvattir til að setja sig í samband sérfræðinga Matís til að fá frekari upplýsingar og nálgast sýnatökubúnað.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...