Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Síðasta opinbera framkoma Orra frá Þúfu var árið 2011 en þá var haldin stórsýning honum til heiðurs í Ölfushöllinni.
Síðasta opinbera framkoma Orra frá Þúfu var árið 2011 en þá var haldin stórsýning honum til heiðurs í Ölfushöllinni.
Mynd / HGG
Fréttir 6. júlí 2018

Orri og arfleifð hans

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Framganga afkomenda kynbóta­hrossa á keppnisbrautinni ber stóðhestum gott vitni. Arfleifð kynbótajöfursins Orra frá Þúfu í Landeyjum fer ekki framhjá neinum þegar litið er til þeirra tíu stóðhesta sem eiga flest afkvæmi í keppnishluta Landsmótsins í ár.
 
 
Orrasonurinn Álfur frá Selfossi á flest afkvæmi skráð til leiks eða 20 talsins. Álfur hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmótinu 2012 er sjálfur afkastamikill keppnishestur, var m.a. í úrslitum B-flokks á því sama Landsmóti. Afkvæmi Álfs á þessu Landsmóti koma fram í öllum flokkum gæðingakeppninnar, hann á 8 afkvæmi í A-flokki, sjö í B-flokki og 5 í yngri flokkum.
 
Orri sjálfur á næstflest afkvæmi eða 17 talsins og eru þau, líkt og afkvæmi Álfs skráð til leiks í öllum flokkum gæðingakeppninnar. Um Orra er óþarfi að fjölyrða, hann var um árabil einn eftirsóttasti stóðhestur landsins, en alls eru 1348 afkvæmi undan honum og hafa tæp 650 þeirra hlotið kynbótadóm.Orri hlaut Sleipnisbikarinn árið 2000.
 
Gaumur frá Auðsholtshjáleigu, sem einnig er sonur Orra, á tíu afkvæmi í keppnisgreinum Landsmótsins í ár, en Gaumur hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á síðasta Landsmóti. 
 
Annar Orrasonur, Sær frá Bakkakoti, á einnig tíu afkvæmi, þar á meðal eru stóðhestarnir Sjóður frá Kirkjubæ og Arion frá Eystra-Fróðholti sem munu taka við afkvæmaverðlaunum á þessu Landsmóti. Sjálfur hlaut Sær heiðursverðlaun árið 2008.
 
Kappi frá Kommu á einnig tíu afkvæmi í gæðingakeppninni og athygli vekur að sjö þeirra eru skráð til leiks í B-flokki og er það stærsti hópur afkvæma eins stóðhests í einni keppnisgrein á mótinu. Kappi er undan Þristi frá Feti, en sjálfur á Þristur sjö afkvæmi að þessu sinni. Þristur er heiðursverðlaunastóðhestur undan Orra frá Þúfu.
 
Heiðursverðlaunastóð­hestur frá 2011, Hágangur frá Narfastöðum, á níu fulltrúa á mótinu í ár sem raða sér niður í allar greinar gæðingakeppninnar. Sjálfur var Hágangur farsæll keppnishestur í yngri flokkum undir eiganda sínum, Ingunni Ingólfsdóttur. Hágangur er undan Orradótturinni Heru frá Herríðarhóli, sem einnig er móðir margfalds sigurvegara í tölti, Storms frá Herríðarhóli.
 
Þrír stóðhestar á lista yfir tíu afkvæmaflestu feðurna eru ekki nátengdir Orra frá Þúfu. Þar ber fyrst að nefna Þórodd frá Þóroddsstöðum sem á níu afkvæmi, flest í A-flokki þar sem hann fór sjálfur mikinn árið 2006. Þóroddur hlaut heiðursverðlaun árið 2012.
 
Annar er Sleipnisbikar­hafinn frá árinu 2008, Hróður frá Refsstöðum, sem á átta fulltrúa í keppninni.
Sá þriðji er Rökkvi frá Hárlaugsstöðum sem á 8 fulltrúa á mótinu, flesta í ungmennaflokki, eða 5 talsins. Þá koma tvö afkvæmi hans fram í töltkeppni mótsins, keppnisgrein sem hann sigraði árið 2008. Rökkvi er undan Otri frá Sauðárkróki og er því samfeðra Orra. Hann sker sig nokkuð úr hópnum, ásamt Kappa, því þeir hafa ekki hlotið afkvæmaverðlaun.
 
Átta afkvæmi Sveinn-Hervars frá Þúfu í Landeyjum koma fram á mótinu og eru sjö þeirra skráð til leiks í yngri flokkum gæðingakeppninnar. Sveinn-Hervar hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi árið 2006. Það kemur kannski lítið á óvart að ljúka þessari upptalningu með þeirri staðreynd að Sveinn-Hervar er Orrason.
 
Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...