Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning
Mynd / Bbl
Fréttir 20. október 2020

Öryggi verði aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að reglugerð (nr. 189/1990) sem snýr að innflutningi og útflutningi á plöntum verði endurskoðuð. Nauðsynlegar breytingar verði gerðar á henni með það að markmiði að efla varnir gegn plöntusjúkdómum og styrkja regluverkið. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun verða til ráðgjafar og gera tillögur til úrbóta.

Greint var frá þessu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í morgun. Þar kemur fram að ásamt því að viðbrögð verði efld við plöntusjúkdómum innanlands, verði utanumhald styrkt við innflutning og öryggi aukið gagnvart nýgengi plöntusjúkdóma við innflutning.

„Ráðherra hefur gert samning við Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) um að veita ráðgjöf og taka þátt í vinnu við breytingarnar. Helgi Jóhannesson, sérfræðingur í garðyrkju hjá RML, mun skila tillögum að nauðsynlegum breytingum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir 1. febrúar 2021. Víðtækt samráð verður viðhaft við hagsmunaaðila.

Árið 2020 er alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem bendir á mikilvægi þess að huga að plöntuheilbrigði og hvernig hún tengist umhverfisvernd, minni fátækt og hungri, heimsmarkmiðum SÞ og hvernig hún hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun.  Hægt er að kynna sér ár plöntunnar hér,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.