Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2020

Ósamræmi milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna Hagstofunnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að mikið ósam­ræmi er í magntölum sem sýna innflutningstölur Hagstofunnar til Íslands og útflutningstölur frá löndum Evrópusambandsins á ýmsum landbúnaðarvörum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann hafi nýverið fundað með bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um málið.

„Fjármálaráðherra samþykkti á fundinum að skipa starfshóp til að skoða þetta ósamræmi á grundvelli innflutningstalna Hagstofu Íslands og útflutningstalna Evrópusambandsins til Íslands.

Bændasamtökin áttu síðar fund með utanríkisráðherra um sama mál og vorum við einnig að velta fyrir okkur stöðunni gagnvart samningum við Breta og útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Ef gerður yrði tollasamningur við Breta yrði hann að byggja á einhverjum magntölum en við vitum ekki hvert það yrði þá á grundvelli magntalna Hagstofunnar eða tölum frá Evrópusambandinu. Það liggur því ljóst fyrir að það verður að komast að því hvaða tölur eru réttar ef það á að fara að gera einhverja samninga um millilandaviðskipti.“

Gunnar segist ekki vita hver staðan er hjá starfshópi fjármálaráðuneytisins en vonast til að hann sé farinn að skoða málið því munurinn í magntölum sumra vöruflokka sé gríðarlega mikill.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.