Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorsteinn Bergsson, fyrrverandi sauðfjárbóndi við Héraðsflóa og núverandi dýraeftirlitsmaður MAST.
Þorsteinn Bergsson, fyrrverandi sauðfjárbóndi við Héraðsflóa og núverandi dýraeftirlitsmaður MAST.
Fréttir 9. febrúar 2018

Óstand á fjallskilum vegna fækkunar sauðfjárbænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjölda fjár hefur verið smalað til byggða á Austurlandi eftir áramót. Greinilegt er að fjallskil eru ekki í lagi þegar fjöldi fjár sem rekið er á afréttir á vorin skilar sér ekki við smölun að hausti.

Bent hefur verið á að fækkun sauðfjárbænda er víða það mikil að erfitt er að manna göngur við fjallskil á haustin.

Þorsteinn Bergsson, fyrrverandi sauðfjárbóndi við Héraðsflóa og núverandi dýraeftirlitsmaður MAST, sagði í samtali við Bændablaðið að ein af ástæðunum fyrir þessu væri að fólki hefði fækkað í sveitum, þannig að ekki er hægt að smala eins stór svæði í einu lagi og áður var. Þá þarf að skipta svæðunum upp og smala þau á lengri tíma, sem eykur líkur á að eitthvað verði eftir.

„Ástandið er svipað á nánast öllu Austurlandi. Ég hef heyrt um manneklu við smölun á Vopnafirði, í Fljótsdal, Loðmundarfirði og Seyðisfirði og einnig á Suðurfjörðunum frá Berufirði og suður úr til Hornafjarðar. Það er því víða á Austurlandi sem smalamennskur geta verið geypilega erfiðar.“

Fé bjargað af fjalli eftir hrakninga fyrir nokkrum árum. 

Ábyrgðin hjá sveitarfélögunum

Að sögn Þorsteins er löngu tímabært að taka á málinu og finna einhvers konar lausn á því.
„Eins og staðan er í dag er þetta ófremdarástand. Samkvæmt lögum um fjallskil, eins og þau eru í dag, liggur ábyrgðin hjá sveitarfélögunum og mjög misjafnt hvernig þau standa undir þeirri ábyrgð og hvað þau hafa mikinn áhuga á því.“

Fé í afgirtum hólfum

Komið hefur upp sú hugmynd að settar verði reglur um sauðfjárhald sem fela í sér að bændur sem ekki geti framvísað lista að vori yfir nauðsynlegan fjölda leitarmanna fyrir viðkomandi svæði næsta haust, verði bannað að reka á fjall og gert skylt að hafa sitt fé í afgirtum beitarhólfum til að forðast svona vandræði.

Þorsteinn vill ekki tjá sig um hvort sú hugmynd sé raunhæf en segir að sums staðar á landinu sé búið að koma smölun þannig fyrir að það séu ekki endilega bændur sem smala.

„Það geta verið björgunarsveitir eða sérstök félög eins og í Svarfaðardal þar sem er gangnamannafélag sem sér um fjallskil á haustin. Það má því segja að þar sé búið að útvista smöluninni.“

Misgott ástand á eftirlegufénu

Að sögn Þorsteins hefur hann ekki á hraðbergi hversu margt fé hefur verið að heimtast á Austurlandi frá því eftir leitir í haust en hann segist hafa heyrt að í Fljótsdal séu það um tvö hundruð eftir áramót.

„Í Fljótsdal er mikið um skóga sem erfitt er að ná fénu úr. Þar hefur féð það gott og er því ekki að hrekjast heim vegna þess að það sé illa haldið. Annars staðar eru aðstæður fjárins verri, það er kannski að lokast af í fönnum til fjalla og þá þarf að bjarga því af fjalli. Auk þess að valda bændum og öðrum landsmönnum áhyggjum af skepnunum geta þessi slöku fjallskil einnig valdið talsverðu fjárhagslegu tjóni.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...