Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Plastmengun alls staðar
Fréttir 24. ágúst 2023

Plastmengun alls staðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Örplast finnst í allri fæðukeðjunni og safnast fyrir í vefjum lífvera.

Þótt reynt sé að stemma stigu við plastframleiðslu og efla endurvinnslu eykst framleiðsla plasts hröðum skrefum í veröldinni og aðeins lítið brot úrgangsplasts er endurunnið. Plastmengunar verður nú alls staðar vart á jörðinni. Við borðum ofursmáar plastagnir og öndum þeim að okkur.

„Menn verða fyrir langvarandi útsetningu á nanóplasti í lágum styrk, nánast allt lífið,“ segir Sophie Jensen, verkefnastjóri á sviði lífefna hjá MATÍS. Ekki sé raunverulega vitað hversu skaðlegt örplast sé heilsu manna. „Við vitum að plast er að valda dýralífi óbætanlegum skaða, en vísindamenn eru aðeins byrjaðir að skoða hvað það gerir heilsu manna.

Nanóplast er erfitt að greina miðað við örplast og rannsóknir hafa ekki kannað að fullu skaðleg heilsufarsáhrif nanóplasts. Niðurstöður benda til þess að nanóplast geti farið yfir verndandi lífhimnur í líkamanum og þannig komist í blóðrásina, fylgju, safnast fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg áhrif á fólk,“segir hún.

– Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: örplast

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...