Plastmengun alls staðar
Örplast finnst í allri fæðukeðjunni og safnast fyrir í vefjum lífvera.
Þótt reynt sé að stemma stigu við plastframleiðslu og efla endurvinnslu eykst framleiðsla plasts hröðum skrefum í veröldinni og aðeins lítið brot úrgangsplasts er endurunnið. Plastmengunar verður nú alls staðar vart á jörðinni. Við borðum ofursmáar plastagnir og öndum þeim að okkur.
„Menn verða fyrir langvarandi útsetningu á nanóplasti í lágum styrk, nánast allt lífið,“ segir Sophie Jensen, verkefnastjóri á sviði lífefna hjá MATÍS. Ekki sé raunverulega vitað hversu skaðlegt örplast sé heilsu manna. „Við vitum að plast er að valda dýralífi óbætanlegum skaða, en vísindamenn eru aðeins byrjaðir að skoða hvað það gerir heilsu manna.
Nanóplast er erfitt að greina miðað við örplast og rannsóknir hafa ekki kannað að fullu skaðleg heilsufarsáhrif nanóplasts. Niðurstöður benda til þess að nanóplast geti farið yfir verndandi lífhimnur í líkamanum og þannig komist í blóðrásina, fylgju, safnast fyrir í heila og hugsanlega haft skaðleg áhrif á fólk,“segir hún.
– Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag