Plokkað 28. apríl
Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi.
Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur undirritað samstarfssamning til þriggja ára við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og Landsvirkjun um Stóra plokkdaginn.
Dagurinn var fyrst haldinn árið 2018 en á síðasta ári tók Rótarýhreyfingin þátt í að skipuleggja plokkviðburði hjá nokkrum Rótarýklúbbum á landinu.
Í kjölfarið var ákveðið að gera daginn að lykilumhverfisverkefni starfsársins. „Landsvirkjun og ráðuneytið hafa frá upphafi stutt Stóra plokkdaginn en með samstarfssamningnum hefur deginum verið tryggt bakland til næstu þriggja ára og með aðkomu Rótarý hreyfingarinnar verður til kraftmikil umgjörð og heildarskipulag á landsvísu,“ segir Einar Bárðarson, yfirplokkari Íslands.