Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pósturinn hyggst nú mæta þörfum fólks sem heldur sig í einangrun heima hjá sér í dreifbýlinu vegna COVID-19. Í undirbúningi er að Pósturinn sinni þessu fólki m.a. með matarsendingar frá verslunum.
Pósturinn hyggst nú mæta þörfum fólks sem heldur sig í einangrun heima hjá sér í dreifbýlinu vegna COVID-19. Í undirbúningi er að Pósturinn sinni þessu fólki m.a. með matarsendingar frá verslunum.
Mynd / Pósturinn/HKr.
Fréttir 3. apríl 2020

Pósturinn með matarsendingar frá verslunum til íbúa í dreifbýlinu

Höfundur: Hörður Kristánsson

Pósturinn hefur síðustu daga verið að búa sig undir og koma á framfæri vilja sínum til að sinna matarsendingum frá verslunum til íbúa í dreifbýli. Víða heldur fólk sig nú heima vegna búa sinna og þarf enn frekar á slíkri þjónustu að halda. Hefur Pósturinn verið í sambandi við verslanir sem sinna íbúum á landsbyggðinni með þennan valmöguleika í tengslum við ferðir landpósta og póstdaga.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslands­pósts, segir að þetta sé nú í skoðun hjá nokkrum aðilum og verið að fara yfir endanlegar útfærslur. Slíkar sendingar munu t.d. hefjast núna í vikunni hjá nokkrum aðilum.

Bjóða verslunum aðgang að dreifingarkerfi Póstsins

Birgir Jónsson, forstjóri Íslands­pósts.

„Við höfum haft frumkvæði að því að bjóða verslunum aðgengi að okkar flutninga- og dreifikerfi. Við erum að bjóða þetta öllum aðilum sem áhuga hafa á að fara út í slík viðskipti og bjóða þeim að nýta okkar kerfi. Það er gríðarlega öflugt og nær út um allt land,“ segir Birgir.

Hann telur að sú staða sem nú er komin upp vegna COVID-19 muni leiða til mikilla breytinga á þjóðfélaginu og hvernig fólk komi til með að haga sínum viðskiptum í framtíðinni. Fólk sé nú að læra á þá möguleika sem til staðar eru varðandi heimsendingarþjónustu á  matvælum og öðrum hlutum. Birgir telur að sú þróun muni halda áfram eftir að þessum heimsfaraldri lýkur. 

„Fólk hefur verið að uppgötva þennan möguleika á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki líka að eiga við út um landið?“

Hlíðarkaup á Sauðár­króki ríður á vaðið

Hlíðarkaup á Sauðárkróki hafa verið í viðræðum við Póstinn um heim­­keyrslu á vörum. Ásgeir Björg­vin Einarsson, eigandi Hlíðar­kaupa, segir að hugmyndin sé að fólk í Skaga­firði geti nýtt sér slíka heim­sendingar­þjónustu frá versluninni.

„Þá munum við taka pantanir saman og pósturinn kemur þá og sækir þær til okkar og dreifir tvisvar í viku,” segir Ásgeir.

Framkvæmdin mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað

Umfangið og afkastagetan mun fara eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma, bæði hjá Póstinum og viðkomandi verslunum.

Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Íslands­pósts.

Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Póstsins, segir mikilvægt að fyrirtæki í eigu ríkisins með starfsemi um land allt, undirstriki þá samfélagslegu ábyrgð sem það ber og bregðist við aðstæðum sem nú eru uppi með nýrri þjónustu til að létta undir hjá fólki, ekki síst í dreifbýli. „Nú þurfa allir að leggjast á eitt og standa saman. Þau nýmæli að senda fólki heim sendingar með matvöru í sveitina er svo vonandi þjónusta sem kemur til að vera í nýjum heimi og bætir búsetuskilyrði,“ segir Bjarni Jónsson.  

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...