Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi í Hörpu.
Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi í Hörpu.
Fréttir 19. maí 2016

Ráðstefnan Matur er mikils virði haldin í dag

Samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland efnir til ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. maí þar sem rýnt verður í framtíð markaðssetningar og sölu á mat. Yfirskriftin er „Matur er mikils virði“ en einkum verður sjónum beint að framtíðinni og leiðum til að auka verðmæti þeirra matarauðlinda sem við Íslendingar búum yfir.
 
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Birthe Linddal, danskur sérfræðingur í framtíðarfræðum. Hún heldur erindi um strauma og stefnur í matargeiranum og fjallar um það hvernig matvælaframleiðendur geta mætt áskorunum og nýtt tækifæri sem þeim fylgja.
 
Til að ræða um framtíðina og nýjar leiðir við sölu og markaðssetningu á mat verða fleiri fyrirlesarar í Hörpu þennan dag. 
 
Athyglisverð erindi verða haldin um leiðir til að auka virði afurða, stefnu íslenskra fyrirtækja og sagðar reynslusögur af nýstárlegum aðferðum til að ná til neytenda. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpar gesti en ráðstefnustjóri verður Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Ráðstefnan hefst með staðgóðri hádegishressingu kl. 12.00 í umsjá matreiðslumeistaranna Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík. 
 
Matvælalandið Ísland er samstarfsvettvangur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á einnig fulltrúa.
 
Enginn aðgangseyrir er á ráðstefnuna en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á www.si.is.
 
Dagskráin í Silfurbergi í dag:
 
Kl. 12.00 Hádegishressing í boði matvælaframleiðenda
Kl. 12.30  Setning. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 
Food trends towards 2025 - from food trends to successful innovation
- Birthe Linddal, framtíðarfrömuður
 
Markaðssetning matvæla – hvert stefna íslensk fyrirtæki? 
- Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu
 
Leyndarmál íslenska þorsksins
– Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri hjá Skinney Þinganes
 
Meira fé fyrir sauðfjárafurðir
- Svavar Halldórsson, frkv.stj. Landssamtaka sauðfjárbænda
 
Reynslusögur úr ýmsum áttum
 
Veitingastaðurinn Matur og drykkur
– Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari
 
Bjórskóli Ölgerðarinnar 
– Jarþrúður Ásmundsdóttir, Gestastofu Ölgerðarinnar
 
Blámar – hafsjór af hollustu 
– Valdís Fjölnisdóttir og Pálmi Jónsson, eigendur Blámar
 
Eldum rétt 
– Kristófer Júlíus Leifsson, stofnandi Eldum rétt
 
Vakandi – aðgerðir gegn matarsóun 
– Rakel Garðarsdóttir, frumkvöðull

 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...