Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Magnús Skúlason og Valsa.
Magnús Skúlason og Valsa.
Fréttir 29. september 2017

Rætt um úrbætur í reiðvegamálum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
 
Málþingið hefst kl. 10 á skráningu og morgunverði og lýkur um kl. 15.30–16 með samantekt og útbúinni áskorun um úrbætur í reiðvegamálum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LH. Léttur hádegismatur verður í boði Landssambandsins. Fulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum opið sem hafa áhuga á málaflokknum.
 
Enginn þátttökukostnaður er en tilkynna þarf þátttöku á netfangið lh@lhhestar.is  fyrir 9. október nk.
Uppskeruhátíð hestamanna í Reykjavík
 
Félag hrossabænda og Lands­samband hestamannafélaga blása til uppskeruhátíðar hestamanna laugardagskvöldið 28. október á Hilton Reykjavik Nordica. 
 
Um er að ræða kvöldverð, skemmtun og ball að því er fram kemur í tilkynningu frá LH og Fhb. Hápunktur kvöldsins er alla jafna afhending verðlauna í hinum ýmsu flokkum hestaíþrótta og ræktunar. Veislustjóri verður Atli Þór Albertsson leikari og hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi, með Sverri Bergmann í broddi fylkingar. 
 
Miðaverð á uppskeruhátíðina eru 11.800 kr. og fer miðasala fram gegnum netfangið meetings@icehotels.is.
 
Þá býður Hilton Reykjavík Nordica gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni. Samkvæmt því kostar tveggja manna herbergi í eina nótt 19.900 kr. án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir kr. 15.900 kr. Hægt er að bóka gistingu í gegnum netfangið meetings@icehotels.is eða í síma 444-5029, skv. tilkynningu.
 
Heimsmeistarari ræðir þjálfun fimmgangshesta
 
Fræðslunefnd hestama­nna­félagsins Geysis boðar til fræðslufundar með heims­meistaranum Magnúsi Skúlasyni á Hótel Strakta á Hellu 13. október kl. 20. Efni fundarins verður þjálfun fimmgangshests með áherslu á þjálfun skeiðs.
 
Magnús er þaulreyndur keppnismaður í hestaíþróttum og hefur verið verðlaunaður fyrir framgöngu sína á keppnisvellinum m.a. hampað heimsmeistaratitlum í fimmgangi og skeiðgreinum. Magnús varð enn á ný heimsmeistari á síðustu heimsleikum, nú í gæðingaskeiði og í samanlögðum fimmgangsgreinum.
 
Aðgangseyrir á fræðslufundinn er 2.000 kr. en félagar í hestamannafélaginu Geysi greiða 1.500 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Geysi.
 
Hestamenn vilja úrbætur í reiðvegamálum.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...