Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Magnús Skúlason og Valsa.
Magnús Skúlason og Valsa.
Fréttir 29. september 2017

Rætt um úrbætur í reiðvegamálum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október næstkomandi í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
 
Málþingið hefst kl. 10 á skráningu og morgunverði og lýkur um kl. 15.30–16 með samantekt og útbúinni áskorun um úrbætur í reiðvegamálum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LH. Léttur hádegismatur verður í boði Landssambandsins. Fulltrúar reiðveganefnda hestamannafélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, en málþingið er öllum opið sem hafa áhuga á málaflokknum.
 
Enginn þátttökukostnaður er en tilkynna þarf þátttöku á netfangið lh@lhhestar.is  fyrir 9. október nk.
Uppskeruhátíð hestamanna í Reykjavík
 
Félag hrossabænda og Lands­samband hestamannafélaga blása til uppskeruhátíðar hestamanna laugardagskvöldið 28. október á Hilton Reykjavik Nordica. 
 
Um er að ræða kvöldverð, skemmtun og ball að því er fram kemur í tilkynningu frá LH og Fhb. Hápunktur kvöldsins er alla jafna afhending verðlauna í hinum ýmsu flokkum hestaíþrótta og ræktunar. Veislustjóri verður Atli Þór Albertsson leikari og hljómsveitin Albatross leikur fyrir dansi, með Sverri Bergmann í broddi fylkingar. 
 
Miðaverð á uppskeruhátíðina eru 11.800 kr. og fer miðasala fram gegnum netfangið meetings@icehotels.is.
 
Þá býður Hilton Reykjavík Nordica gestum uppskeruhátíðarinnar sérstakt tilboð á gistingu í takmörkuðu magni. Samkvæmt því kostar tveggja manna herbergi í eina nótt 19.900 kr. án morgunverðar. Hægt er að bæta við aukanótt fyrir kr. 15.900 kr. Hægt er að bóka gistingu í gegnum netfangið meetings@icehotels.is eða í síma 444-5029, skv. tilkynningu.
 
Heimsmeistarari ræðir þjálfun fimmgangshesta
 
Fræðslunefnd hestama­nna­félagsins Geysis boðar til fræðslufundar með heims­meistaranum Magnúsi Skúlasyni á Hótel Strakta á Hellu 13. október kl. 20. Efni fundarins verður þjálfun fimmgangshests með áherslu á þjálfun skeiðs.
 
Magnús er þaulreyndur keppnismaður í hestaíþróttum og hefur verið verðlaunaður fyrir framgöngu sína á keppnisvellinum m.a. hampað heimsmeistaratitlum í fimmgangi og skeiðgreinum. Magnús varð enn á ný heimsmeistari á síðustu heimsleikum, nú í gæðingaskeiði og í samanlögðum fimmgangsgreinum.
 
Aðgangseyrir á fræðslufundinn er 2.000 kr. en félagar í hestamannafélaginu Geysi greiða 1.500 kr. Frítt er fyrir 14 ára og yngri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Geysi.
 
Hestamenn vilja úrbætur í reiðvegamálum.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...