Rafn sækist eftir endurkjöri
Allir stjórnarmenn nema einn í búgreinadeild nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Rafn Bergsson er núverandi formaður og bóndi í Hólmahjáleigu. Hann sækist eftir endurkjöri, en hann var kosinn í embættið á síðasta búgreinaþingi sem haldið var í lok febrúar á síðasta ári.
Í núverandi stjórn sitja Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli, Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki og Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli. Af þeim er einungis Guðrún Eik sem ekki gefur áfram kost á sér.
Kosið verður til stjórnar í búgreinadeildinni á deildafundi búgreina Bændasamtaka Íslands sem haldnir verða 12. og 13. febrúar.