Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Rannsókna þörf á hampsteypu
Mynd / Kelly Sikkema - Unsplash
Fréttir 24. júlí 2023

Rannsókna þörf á hampsteypu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingarvörur sem innleiddar eru af Staðlaráði Íslands.

Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunarhæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi.

Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hampsteypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið.

„Rannsóknir hafa sýnt að hampsteypa er viðkvæm fyrir hitabreytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar.

Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hampsteypunnar.

„Efnið hefur langan útþornunartíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“

Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf.

Skylt efni: hampur | hampsteypa

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...