Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016
Fréttir 23. maí 2017

Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna í ESB drógust saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2016 samkvæmt tölum Eurostat. Aftur á móti jukust rauntekjur heimila í Evrópusambandsríkjunum þegar löndin sem ekki eru með evru eru tekin með í reikninginn. 
 
Samkvæmt þessum tölum hagstofu Evrópusambandsins sem birtar voru 28. apríl síðastliðinn, þá virðist evran vera orðinn dragbítur á afkomu heimila innan sambandsins. Er þessi niðurstaða í takt við áhyggjur ýmissa sérfræðinga um stöðu myntsamtarfsins um evruna. 
 
Þótt aðeins hafi rofað til eftir hjöðnun í mörg ár, þá er staða efnahagslífsins innan ESB-landanna í heild enn nálægt mörkum stöðnunar í hagvexti. 
 
Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi rokið upp í um 7%. Það  gefur aftur á móti vísbendingar um yfirspennu hagkerfisins sem vekur ugg í hugum sumra í ljósi reynslunnar. 
 
 
 
Lítil auking 
 
Erfiðlega hefur gengið hjá evruríkjunum að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með ásættanlegum hraða og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Hægt hefur miðað við að auka neyslu heimila og jókst hún aðeins um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2015, sem er um 0,3% minni aukning en í ársfjórðungnum þar á undan. Samt er síðasti ársfjórðungur að jafnaði einn neyslumesti fjórðungur ársins, m.a. vegna stórhátíða eins og jóla. 
 
Í þessum tölum hlýtur það að valda áhyggjum að bæði innan evruríkjanna sem og að meðaltali meðal allra ESB-ríkjanna 28 var samdráttur í neyslu á síðasta ársfjórðungi 2016. Það þýðir væntanlega að það hægir á atvinnulífinu. Samt hafi árið 2016 byrjað nokkuð vel með tekju- og neysluaukningu heimila sem slagaði hátt í 1% um tíma.  
 
ESB-lönd utan evrusvæðisins sum hver í skárri málum
 
Staðan í ESB-löndunum sem standa utan evrusamtarfsins hefur reynst aðeins skárri samkvæmt tölum Eurostat. Þar jókst innkoma heimila á síðasta ársfjórðungi 2016 um 0,5%, sem er samt lakari útkoma en þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin var 0,8%.
 

Skylt efni: tekjur heimila | esb

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...