Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016
Fréttir 23. maí 2017

Rauntekjur heimila innan evruríkjanna minnkuðu á síðasta ársfjórðungi 2016

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rauntekjur heimila innan evruríkjanna í ESB drógust saman um 0,2% á síðasta ársfjórðungi 2016 samkvæmt tölum Eurostat. Aftur á móti jukust rauntekjur heimila í Evrópusambandsríkjunum þegar löndin sem ekki eru með evru eru tekin með í reikninginn. 
 
Samkvæmt þessum tölum hagstofu Evrópusambandsins sem birtar voru 28. apríl síðastliðinn, þá virðist evran vera orðinn dragbítur á afkomu heimila innan sambandsins. Er þessi niðurstaða í takt við áhyggjur ýmissa sérfræðinga um stöðu myntsamtarfsins um evruna. 
 
Þótt aðeins hafi rofað til eftir hjöðnun í mörg ár, þá er staða efnahagslífsins innan ESB-landanna í heild enn nálægt mörkum stöðnunar í hagvexti. 
 
Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi rokið upp í um 7%. Það  gefur aftur á móti vísbendingar um yfirspennu hagkerfisins sem vekur ugg í hugum sumra í ljósi reynslunnar. 
 
 
 
Lítil auking 
 
Erfiðlega hefur gengið hjá evruríkjunum að fá hjól atvinnulífsins til að snúast með ásættanlegum hraða og atvinnuleysi er enn mjög mikið. Hægt hefur miðað við að auka neyslu heimila og jókst hún aðeins um 0,1% á fjórða ársfjórðungi 2015, sem er um 0,3% minni aukning en í ársfjórðungnum þar á undan. Samt er síðasti ársfjórðungur að jafnaði einn neyslumesti fjórðungur ársins, m.a. vegna stórhátíða eins og jóla. 
 
Í þessum tölum hlýtur það að valda áhyggjum að bæði innan evruríkjanna sem og að meðaltali meðal allra ESB-ríkjanna 28 var samdráttur í neyslu á síðasta ársfjórðungi 2016. Það þýðir væntanlega að það hægir á atvinnulífinu. Samt hafi árið 2016 byrjað nokkuð vel með tekju- og neysluaukningu heimila sem slagaði hátt í 1% um tíma.  
 
ESB-lönd utan evrusvæðisins sum hver í skárri málum
 
Staðan í ESB-löndunum sem standa utan evrusamtarfsins hefur reynst aðeins skárri samkvæmt tölum Eurostat. Þar jókst innkoma heimila á síðasta ársfjórðungi 2016 um 0,5%, sem er samt lakari útkoma en þrjá mánuði þar á undan þegar aukningin var 0,8%.
 

Skylt efni: tekjur heimila | esb

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...