Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samkvæmt tillögum ráðuneytisins verður notkun á merkinu áfram heimil, þó vottunin verði felld út gildi.
Samkvæmt tillögum ráðuneytisins verður notkun á merkinu áfram heimil, þó vottunin verði felld út gildi.
Mynd / smh
Fréttir 16. september 2015

Reglugerð um vistvæna ræktun felld úr gildi

Höfundur: smh
Í tilkynningu úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þann 4. september síðastliðinn kemur fram að ráðuneytið leggi til að reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu, sem hefur verið í gildi frá árinu 1998, verði felld niður. Óskar ráðuneytið eftir umsögnum um tillöguna.
 
Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að tillagan sé meðal annars byggð á því að ekki hefur verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun. Þá segir að frá gildistöku reglugerðarinnar hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem gera ítarlegri kröfur til framleiðslu landbúnaðarafurða en reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu gerir, enda komin til ára sinna.
 
Starfshópur skilaði tillögum um nýtt fyrirkomulag
 
Í vor skilaði starfshópur sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði niðurstöðum um núverandi reglugerð, þar sem gildi hennar var metin. Í niðurstöðum hópsins kemur fram að eining var um að núverandi fyrirkomulag, þar sem ekki er reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun, sé óviðunandi. Jafnframt hafði hópurinn verulegar efasemdir um að það sé heppilegt að stjórnvöld setji reglur um vistvæna framleiðslu og standi fyrir vottuninni með þeim hætti sem núverandi reglugerð gerir ráð fyrir.  
 
Hópurinn ræddi þann möguleika í niðurstöðum sínum að í stað núverandi reglugerðar yrði sett ný reglugerð sem skilgreindi almennar kröfur sem gera þyrfti til vistvænna vottunarkerfa í landbúnaði. Þannig reglugerð gæti innihaldið ákvæði um, að til að geta talist „vistvæn vottun“ þurfi vottunarkerfin að innihalda auknar kröfur um dýra- og umhverfisvernd, gæðastýringu og merkingar. Einnig að úttektir séu árlegar og framkvæmdar af óháðum aðila. Vottunarkerfin sjálf væru hins vegar hönnuð og rekin af framleiðendafélögum eða öðrum einkaaðilum. Fram kom að einstakir framleiðendahópar (framleiðendafélög) hafa ólíkar skoðanir á gildi og æskilegu fyrirkomulagi vistvænnar vottunar. Þetta rennir stoðum undir þá ályktun hópsins að ekki sé heppilegt að stjórnvöld setji eina heildarreglugerð fyrir allar tegundir framleiðslu. Hins vegar mætti hugsa sér að stjórnvöld vinni með tilteknum framleiðendahópum að útfærslu sértækra vottunarkerfa.
 
Aðkoma stjórnvalda verður skoðuð í ljósi vilja framleiðenda
 
Í tilkynningunni frá ráðuneytinu kemur fram að einstakir framleiðendahópar hafi ekki óskað eftir aðkomu stjórnvalda að útfærslu á vistvænni vottun, en komi fram ósk um slíka aðkomu skoði stjórnvöld það sérstaklega. 
 
Þá er það tiltekið að ekki sé talin ástæða til að hafa rammareglugerð um kröfur fyrir vistvæn vottunarkerfi – eins og starfshópurinn nefnir – þar sem frá gildistöku núverandi reglugerðar frá 1998 hafa verið sett margvísleg lög og reglur sem snúa meðal annars að lífrænum landbúnaði, merkingum matvæla, aðbúnaði dýra og reglur um önnur gæðakerfi eins og gæðastýringu, skráargatið og skráningu afurðarheita.
 
Notkun á merki vistvænnar ræktunar verður áfram heimil
 
Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Friðrikssyni, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, mun ráðuneytið ekki banna áframhaldandi notkun á merkinu „vistvæn landbúnaðarafurð“. 
 
En ef einstakir framleiðendur hyggjast nota merkið áfram megi þeir búast við fyrirspurnum frá neytendum og fjölmiðlum um það. 
 
Þetta eigi við alla þá sem munu nota merkið og gildir þá einu hvort þeir hafi einhvern tímann uppfyllt skilyrði vottunarinnar eða ekki.
 
Umsagnarfrestur um tillöguna er til 28. september. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...