Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur og framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Mynd / TB
Fréttir 30. apríl 2020

Rekja má 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins

Höfundur: Ritstjórn

Tölur sýna að rekja má um helming allrar auðlindanýtingar og allt að 30-40% orkunotkunar og útblásturs til byggingariðnaðarins, sem gerir hann að þeim iðnaði sem losar mest af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Þetta kemur fram í viðtali við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur, orku- og umhverfisverkfræðing og framkvæmdastjóra Grænni byggðar, í hlaðvarpsþættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni.

Grænni byggð er vettvangur um sjálfbæra þróun byggðar. Um er að ræða félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af. Þórhildur er með doktorspróf í kolefnisjöfnuðum byggingum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi og hefur víðtæka reynslu af vinnu við umhverfismál.

Starf Grænni byggðar felst m.a. í því að koma á tengslum á milli félaga, fræðslu og hvatningu. Samtökin verða 10 ára á þessu ári. Tæplega 50 aðilar í byggingariðnaði eru félagar í Grænni byggð. Á félagaskrá má m.a. finna verktaka, verkfræðistofur og opinberar stofnanir.

„Það er mjög mikilvægt fyrir vistvæna framtíð að huga vel að byggingum og vistvænu skipulagi svo við náum markmiðum í samdrætti í losun,” segir Þórhildur og hún kallar eftir “vegvísi” til að auðvelda byggingaiðnaðinum að verða umhverfisvænni.

Á vef Grænni byggðar, www.graennibyggd.is, má finna fjölbreyttar upplýsingar með því að smella hér.

Þátturinn Skeggrætt með Áskeli Þórissyni er aðgengilegur hér í spilaranum undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.