Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það eitt að vera með sjúkrakassann alltaf fyrir augunum, minnir undir­meðvitundina á að vera á varðbergi.
Það eitt að vera með sjúkrakassann alltaf fyrir augunum, minnir undir­meðvitundina á að vera á varðbergi.
Fréttir 19. mars 2021

Rétt að verða ár frá fyrstu forvarnarskrifum um COVID-19

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Margt hefur verið skrifað síðastliðið ár um COVID-19, en það er rétt tæplega ár síðan ég skrifaði í þessum forvarnarpistlum um COVID-19. Satt best að segja var vitneskja mín lítil um þennan faraldur, en eftir mikinn lestur um faraldurinn og hlustun á fróða menn er ég aðeins fróðari um veiruna.

Annað er þó víst að miðað við upphafsorð mín í pistli fyrir tæpu ári er ég enn á sömu skoðun varðandi óheftan innflutning á landbúnaðarvörum. Fyrir ári byrjaði greinin svona:

COVID – 19. Það verður ekki komist hjá því að skrifa um þessa veiru sem allir eru að tala um og ógnar landinu þessa dagana. Frétt sem var ný fyrir klukkutíma er orðin úrelt klukkutíma seinna og eflaust verður megnið af því sem hér er að neðan orðið úrelt þegar Bændablaðið kemur út þar sem þetta er skrifað nokkrum dögum fyrir prentun blaðsins.

Fyrir mér er þessi veira lýsandi dæmi um hættuna sem getur skapast við óheftan innflutning á fersku kjöti. COVID-19 kemur með ferðamönnum erlendis frá og ekkert getur stoppað hana Hins vegar er verið að reyna að hægja á henni með ýmsum höftum. Í áraraðir hefur innflutningur á kjöti verið takmörkum háð og ekki enn komnar umgangspestir við þann innflutning.

Svona augnskolsbúnaði hef ég góða reynslu af.

Ekki hægt að slaka á forvörnum í bráð

Ég er enn á sömu skoðun varð­andi innflutt kjöt og aðrar landbúnaðar­vörur, vil heldur borga örlítið meira fyrir hreina íslenska vöru sem er ekki með í-sprautuð efni sem ég veit ekkert hvernig virka á minn gamla skrokk.

Um síðustu helgi skaut sér niður smit af COVID úr afbrigði sem kennt er við Bretland. Þetta smit sýnir að við verðum að vera vakandi allt þangað til að búið verður að bólusetja landsmenn í það miklum mæli að hættan á útbreiðslu veirunnar verður hverfandi.
Mikið hef ég hugsað um hvernig er tekið á smiti og smitvörnum af völdum þessarar veiru síðastliðið ár og líkt þeim aðgerðum í huganum um forvarnir til að forðast slys, bruna og önnur áföll. Ef allir hugsuðu almennt um aðrar forvarnir eins og tekið hefur verið á COVID værum við í góðum málum gagnvart slysum, öðrum áföllum og tjónum. Til samanburðar benti írska heilbrigðisstofnunin (H.S.A. Health and Safety Authority) á að þegar kreppti að í írskum fjármálum og minna fé var varið til forvarna þá sást það strax á auknum slysum á Írlandi (eftir írska fjármálahrunið var skorið niður í fjármálum til forvarna um nálægt 30%, stuttu seinna var aukningin á slysum orðin 30% líka). Það sama virðist vera að gerast hér gagnvart COVID, en greinilegt að það má ekki slaka neitt á forvörnum gagnvart COVID eða öðru.

Slökkvitæki utan á traktor, en er þetta tæki auðlosanlegt?

Hvað getum við gert fyrir okkur sjálf

Það þarf ekki alltaf skoðunarmenn, námskeið eða úttektaraðila til að koma manni af stað í að huga að forvörnum. Það eitt að eiga nokkra plásturspakka á ýmsum stöðum getur gagnast manni og að vera með alvöru sjúkrakassa á góðum stað þar sem umgangur er mikill upp á vegg minnir mann á það að vonandi þarf maður aldrei að opna þennan kassa. Það að hafa sjúkrakassann fyrir allra augum hjálpar manni í undirmeðvitundinni að fara varlega. Þeir sem vinna mikið með tæki og tól þar sem aðskotahlutur getur hugsanlega farið í augu ættu að huga að tvennu. Að vera með öryggisgleraugu og að eiga augnskolbúnað. Slökkvitæki hafa oftast verið nefnd hér í þessum pistlum rétt fyrir jól, en slökkvitæki má alveg æfa sig aðeins á. Taka það niður úr festingunni, sem getur vafist fyrir sumum (smellur geta verið ótrúlega stífar og erfitt að opna, þá er bara að liðka smelluna með smurningu). Öryggispinninn getur verið ryðgaður fastur í slökkvitækinu. Hann þarf að taka reglulega úr og liðka, en passa í leiðinni að sprauta ekki úr tækinu að óþörfu eða óvart þegar öryggispinninn er kominn úr. Höldum áfram að lifa lífinu, en hugsum í forvörnum, sama hvort það er COVID eða aðrar hættur sem hugsanlega læðast að okkur.

Skylt efni: COVID-19

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...