Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tinna Hrund Birgisdóttir, markaðsstjóri Reykjavík Foods, Þórdís Wathne framkvæmdastjóri.
Tinna Hrund Birgisdóttir, markaðsstjóri Reykjavík Foods, Þórdís Wathne framkvæmdastjóri.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 30. ágúst 2017

Reykjavík Foods framleiðir hægeldaðan lax í dós

Höfundur: smh
Reykjavík Foods er nýlegt fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Íslandi, upprunnið í Sjávarklasanum, og framleiðir hægeldaðan lax í dós – í fjórum bragðtegundum. Vörurnar er framleiddar á Íslandi úr íslensku hráefni, en um eldislax frá Arnarlaxi á Vestfjörðum er að ræða.
 
Þórdís Wathne er framkvæmda­stjóri fyrirtækisins. „Ég var í Sjávarklasanum fyrir rúmu ári síðan þegar þessi hugmynd kom upp. Sjávarklasinn bað mig um að ganga til liðs við sig og stofna Reykjavík Foods. Markmiðið var að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi og búa til flottar íslenskar vörur í stað þess að selja bara út hrávöru eins og við Íslendingar gerum alltof mikið af, á kostnað þess fyrrnefnda.“
 
Gæði við hæga eldun
 
„Við setjum ferskan lax í dósina nýlega eftir veiðar, söltum með salti frá Saltverki og einungis náttúruleg bragðefni eins og ferska basilíku, hvítlauk og trufflur,“ segir Þórdís um framleiðsluferlið. „Dósinni er lokað og þannig fer hún í suðu, við vægt hitastig. Þar sem hráefnið er soðið í lokaðri dós verða engar örverur á kreiki og þannig næst þetta langa geymsluþol. Þetta er í raun með heppilegri geymsluaðferðum matvæla, sérstaklega þar sem svona ferskt hráefni fer í dósina og þá verða gæðin framúrskarandi. Við gerðum mælingar á næringarinnihaldi og þar kom í ljós að varan tapar ekki næringarinnihaldi miðað við hefðbundna eldun og í raun verður hún sérstaklega bragðgóð þar sem hún eldast í lokuðu ferli í eigin safa sem kemur af laxinum. Engum aukaefnum er bætt við.“
 
Umbúðir hvítlauks- og basilikuútgáfunnar.
 
Að sögn Þórdísar fást vörurnar í verslunum Hagkaups, 10-11, Nettó um allt land, Samkaup um allt land, Borðinu og Fríhöfninni svo dæmi séu tekin. „Við erum að fara inn í mun fleiri verslanir á komandi vikum. Hvað erlenda markaðinn varðar erum við helst að skoða Mið-Evrópu en þar eru mjög stórir markaðir fyrir hágæða sjávarafurðir í dós. Við höfum þegar fengið pantanir frá keðjum þar ytra en viljum vanda okkur vel í þeirri útrás og koma okkur vel fyrir hér á landi til að byrja með.
 
„Við Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, stóðum saman að stofnun félagsins ásamt hluthöfum. Við erum því í eigendahópi ásamt Marinvest og Jóni Osmann. Það er mikilvægt að hafa áhugasama hluthafa með í teyminu sem gera vinnuna auðveldari. Tinna Hrund Birgisdóttir kom svo inn á fyrstu skrefum, en hún er markaðsstjóri og hefur mikla reynslu í útflutningi á laxi. Hún hefur þegar farið í ferðir til útlanda, kynnt vöruna og fengið viðbrögð við henni sem hafa verið langt framar vonum. Helstu viðbrögðin sem hún fær eru varðandi gæði vörunnar. Niðursoðnar sjávarafurðir eru mjög algengar, meðal annars í Mið-Evrópu, en þar er afar fátítt að varan fari fersk í dósina líkt og við gerum. Þar fer hún hins vegar frosin í dósina og það er í raun allt önnur vara.“
 
Niðursoðið lambakjöt í vöruþróun
 
Þórdís segir að þau einbeiti sér nú fyrst og fremst að laxinum, en þau séu þó með fleiri járn í eldinum og séu með fleiri vörur í þróun. „Það liggja gríðarleg tækifæri í því að leysa vandann með offramboð á lambakjöti. Það væri hægt að vinna á fjallinu sem nú liggur í frosti og eftir suðu er geymsluþolið 4 ár í dósunum. Við erum komin mjög langt í vöruþróun og gæði vörunnar er langt umfram væntingar – verulega bragðgóð. Það vantar aðeins upp á fjárhagshliðina til að taka það alla leið. Með smá styrk og samstarfi við þá sem hafa að gæta hagsmuna sauðfjárbænda eru góð tækifæri í útflutningi á lambi í dós. Við erum þegar búin að vinna hluta af markaðsvinnunni og erum vakandi yfir áhugasömum aðilum sem sjá hagsmuni í að aðstoða með að taka verkefnið alla leið.“
 
Kostirnir við niðursoðinn lax
 
Að sögn Þórdísar er lax í dós að ýmsu leyti fýsilegri vara en sá ferski. „Hann er afar hentugur í ferðalagið út á land, til að grípa í til dæmis með sér í fjallgöngu. Þá er hann sérlega heppilegur matarminjagripur, þar sem geymsluþolið er svo mikið, til að taka með heim, annaðhvort til að gefa í gjafir eða til að endurvekja minningar frá landinu. Svo er það þannig, þótt ótrúlegt megi virðast, að sumum finnst hann einfaldlega betri en ferskur fiskur. Við hvetjum þó alla ferðamenn til að gæða sér á fiski í öllum útfærslum. Hér er framboðið og ferskleikinn einstakur sem ferðamenn ættu ekki að láta framhjá sér fara.“
 
Ein af vörum Reykjavík Foods er bragðbætt með ítölskum trufflum. Í öllum okkar vörum er íslenskt grunnhráefni en í einstaka tilfellum er hráefni erlent líka ef það er ekki framleitt á Íslandi. Trufflurnar eru sérstaklega vinsælar og voru í upphafi hugsaðar fyrir ítalskan markað en svo sló varan í gegn hér á landi.“
Þórdís segir að það sé niðurstaða af ítarlegum bragðprófunum að þessar fjórar bragðtegundir hafi komið best út; hreinn lax, reyktur lax, lax með hvítlauk og basilíku og lax með trufflum. „Við vorum með marga smakkhópa og þetta var niðurstaðan, þó svo að við séum með fleiri uppskriftir uppi í erminni. Hvað íslenska eldislaxinn varðar hefur hann einstök bragðgæði og einnig sérstakur þegar kemur að öðrum gæðum. Það er ekki laxalús í honum eins og víða annars staðar. Við það að vaxa í köldum sjó verður kjötið þéttara, stinnara og ríkara af Omega-3 fitusýrum.“ 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...