Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ríkisstjórnin kynnir efnahagsaðgerðir vegna COVID-19
Mynd / Vefur Rúv.
Fréttir 22. mars 2020

Ríkisstjórnin kynnir efnahagsaðgerðir vegna COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Ríkisstjórn Íslands kynnti í gær umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til þessa að bregðast við neikvæðum áhrifum vegna COVID-19 faraldursins. Heildarumfang aðgerðanna er metið á yfir 230 milljarða króna sem felst annars vegar í frestun greiddra gjalda og hins vegar auknum útgjöldum, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð.

Aðgerðir vinna gegn atvinnuleysi og tímabundnum tekjumissi

Aðgerðunum er fyrst og fremst ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tímabundnum tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Þegar bein áhrif faraldursins verða í rénun verður stutt myndarlega við endurreisn hagkerfisins með auknum opinberum framkvæmdum sem stuðla að langtímahagvexti, skattaafslætti vegna vinnu á verkstað og átaki í markaðssetningu Íslands fyrir ferðamenn.  

Lægstu stýrivextir í sögunni

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að auk þess muni ríkissjóður styðja við hagkerfið með lægri skatttekjum og auknum útgjöldum sem leiða af verri efnahagsaðstæðum. Þessar víðtæku aðgerðir leggjast á sveif með lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, bindiskyldu og sveiflujöfnunarauka. Stýrivextir eru nú þeir lægstu í sögunni og eru 1,75% sem þýðir allt að 12 milljarða lægri vaxtagreiðslur á ársgrundvelli fyrir fyrirtæki og heimili. Aðgerðir Seðlabankans veita bankakerfinu aukið svigrúm til útlána, m.a. vegna breytinga á bindiskyldu.

Helstu atriði í aðgerðum ríkisstjórnarinnar eru eftirfarandi:

Atvinnuleysisbætur á móti lækkuðu starfshlutfalli - 22 milljarðar króna

- Má lækka um 20-75% - þ.e. 25-80% starfshlutfall standi eftir.

- Gildir frá 15. mars - 1. júní en verður endurmetið í maí.

- Tekjur undir 400 þús. krónum á mánuði verða óskertar en greiðsla í heild (bætur+skert laun) verður þó aldrei hærri en 90% af launum fyrir skerðingu. Það er líka 700 þús. kr. krónutöluþak á samtölunni.

- Skilyrði a.m.k. 20% samdráttur hjá vinnuveitanda.

- Þetta eru atvinnuleysisbætur, ekki niðurgreidd laun þannig að sá sem er skertur í 25% hlutfall má ekki vinna meira en það.

- Sótt um hjá Vinnumálastofnun en ekki er ennþá búið að opna á umsóknir.

 

Ábyrgð á brúarlánum - 35 milljarðar króna

- Ríkið ábyrgist 50% nýrra brúarlána til fyrirtækja sem bankarnir veita.

- Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjumissi.

- Lánsfjárhæð með þaki upp á tvöfaldan árslaunakostnað fyrirtækis.

- Skilyrði um að laun séu a.m.k. 25% rekstrarkostnaðar og heimilt að setja frekari skilyrði.

- Ríkið lækkar bankaskatt hraðar en ætlað var í 0,145% til að auka svigrúm þeirra til útlána (11 milljarðar króna).

- Það á að veita 81 milljarða króna svigrúm til lánveitinga (35 ma. bankar / 35 ma. ríkisábyrgð /11 ma.  lækkun bankaskatts)

- Ríkið tekur ekki ábyrgð á núverandi útlánum.

- Bankarnir veita lánin sjálf.

- Bankar, sparisjóðir og opinberir lánasjóðir hafa gert með sér samkomulag um hvernig staðið verði að frestunum á innheimtu skulda fyrirtækja sem lenda í tímabundnum greiðsluvanda. Gert er ráð fyrir að þau fyrirtæki sem uppfylli tiltekin skilyrði um mat á tímabundnum greiðsluvanda muni geta frestað afborgunum af höfuðstól og greiðslu vaxta um allt að sex mánuði. Frestaðar greiðslur bætast við höfuðstól og samningstíminn lengist sem nemur fjölda frestaðra afborgana (ekki inni í tölunum að ofan).

 

Frestun skattgreiðslna - 75 milljarðar króna

- Búið að veita heimild til að fresta um mánuð 50% gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds í mars

- Hægt verður að fresta þremur slíkum (heilum) gjalddögum í viðbót á árinu 2020.  Dreifa má þeim greiðslum á jan.-sept. 2021.

- Skilyrði er a.m.k. þriðjungssamdráttur í rekstrartekjum m.v. sama mánuð 2019

- Skilyrði um „heilbrigðan“ rekstur fyrir áfallið og engin vanskil frá 2019 eða fyrr.

- Fyrirframgreiðsla tekjuskatts fyrirtækja 2020 frestast fram að álagningu

-  Ekki er um að ræða eftirgjöf á gjöldum, aðeins frestun. Áætlað er að hún geti lagað lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða króna.  

-  Sveitarfélög ætla að fara sambærilegar aðgerðir varðandi fasteignagjöld og fá til þess lagaheimild skv. pakkanum en fyrirkomulaginu verður ekki miðstýrt. (Ekki inni í tölunni að ofan)

 

Greiðslur í sóttkví – 1 milljarður króna

- Ríkið greiðir atvinnurekendum launakostnað þeirra starfsmanna sem eru í fyrirskipaðri sóttkví.

- Gildir líka um þá sem þurfa að sinna börnum í sóttkví.

- Gildir 1. febrúar - 30. apríl.

- Hámark 633.000 m.v. mánuð eða 21.100 pr. dag. Þak líka miðað við laun næsta heila mánaðar á undan.

- Atvinnurekandi greiðir laun eins og venjulega en sækir um endurgreiðslu hjá Vinnumálastofnun. Ekki opið ennþá. Stofnun heldur eftir 4% almennu lífeyrisiðgjaldi og greiðir 11,5% mótframlag. Ekki er fjallað um séreignasjóðsgreiðslur.

- Gert ráð fyrir að sóttkvíin hafi hamlað því að starfsmaður hafi geta unnið að meira eða minna leyti - þ.e. ekki er hægt að sækja um fyrir þá sem unnu sambærileg verk og áður heiman frá sér.

- Sjálfstætt starfandi hafa sama rétt en þar er viðmiðið 80% af meðaltekjum ársins 2019 skv. skattframtali, s.s. reiknað endurgjald.

- Hafa sértæk áhrif í landbúnaði fyrir þá sem eru í einstaklingsrekstri.

 

Barnabótaauki – 3,1 milljarður króna

- Allir fá aukabarnabætur 1. júní með börnum í þeirra forsjá.

- Lægri meðaltekjur en 927 þús (hjá tekjuhærra foreldri) þýðir 40 þús pr. barn en annars 20 þús.

- Skattfrjáls greiðsla.

 

Úttekt séreignasparnaðar  - 9,5 milljarðar króna

- 15 mánaða heimild til að taka út séreignasparnað (þó hámark pr. mán)

 - Greiðslur bera tekjuskatt en skerða ekki barna- eða vaxtabætur.

- Er bara leyfi til að nota bunda fjármuni í eigu hvers og eins.

 

Efling ferðaþjónustu - 4,6 milljarðar króna

- Allir 18 ara og eldri fá gjafabréf sem þeir geta tekið út hjá innlendri ferðaþjónustu

- Gistináttagjald fellt niður til ársloka 2021 og gjalddaga þegar áfallins gjalds á árinu 2020 frestað til febrúar 2022

- 1,5 m.a í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna þegar rykið sest eftir faraldur.

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts - 8 milljarðar króna

- Virðisaukaskattur verður endurgreiddur að fullu vegna framkvæmda einstaklinga við endurbætur og viðhald  fasteigna hækkar í 100% (úr 60%).

- Útvíkkað þannig að ef þú kaupir ræstingar, snjómokstur garðslátt eða aðra heimilisþjónustu fæst vsk. af því líka endurgreiddur  Nær líka yfir frístundahús ekki bara eigin íbúðarhúsnæði og nær líka yfir hönnun og framkvæmdaeftirlit.

- Bætt við að almannaheillafélög, s.s. björgunarsveitir, líknarfélög og önnur sambærileg geta einnig fengið vsk vegna framkvæmda endurgreiddan

- Gildir frá 1. mars 2020 til ársloka.

- Sótt um hjá Skattinum

 

Niðurfelling og frestun aðflutningsgjalda - 14,6 milljarðar króna

- Tollafgreiðslugjöld falla niður til ársloka 2021 (600 milljónir króna)

- Gjalddögum aðflutningsgjalda árið 2020 er frestað um fjóra mánuði m.v. núverandi fresti. Aðflutningsgjöld eru öll gjöld sem þarf að greiða við innflutning þ.e. VSK, tollar, vörugjöld og úrvinnslugjald umbúða og annað áskilið hverju sinni.

- Á að bæta lausafjárstöðu innflutningsfyrirtækja um 14 milljarða króna.

-  Gildir um allan innflutning til landsins þ.m.t. aðföng til landbúnaðar og afurðir í samkeppni við innlenda framleiðslu. Uppistaðan er VSK, er ekki niðurfelling heldur talsverð frestun.

 

Fjárfestingaátak – 20 milljarðar króna

- Ýmiskonar framkvæmdir sem verður flýtt og settar í gang árið 2020, s.s. í samgöngumálum (6 milljarðar króna).  Viðhald og innviðir (4 milljarðar króna). Fjárfestingar opinberra fyrirtækja (4,6 milljarðar króna), rannsóknir, nýsköpun, upplýsingatækni o.fl. (6,4 milljarðar króna).

 

Ítarefni

Kynning stjórnvalda í Hörpu laugardaginn 21. mars: glærur - sjónvarp

Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

Frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Fjáraukalög með efnahagsaðgerðunum

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.